Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2018 21:08 Hart hefur verið deilt um ágæti frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í því er lagt til að allt að sex ára fangelsi liggi við því að umskera drengi. Vísir/Getty Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira