Innlent

Búast má við töfum fram eftir degi vegna snjókomunnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli í morgun.
Frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Instagram

„Það hefur orðið talsverð röskun út af snjókomu,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður hvernig flugumferð hefur gengið til og frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Nokkrar vélar þurftu að hætta við að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu í morgun og þá komust nokkrar ekki frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs.

„Tvennt hefur valdið því. Annars vegar sökum mikillar ofankomu reyndist erfiðlega á tímabili í morgun að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu, moksturinn gekk þannig. Á sama tíma gekk erfiðlega að af ísa vélar sem voru að leggja af stað. Þetta vann saman að því að valda töfum á vellinum,“ segir Guðjón.

Hann segir nokkrar vélar hafa hringsólað yfir vellinum í morgun. Fjórar vélar frá Icelandair þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli og tvær á Akureyrarflugvelli. Báðar vélarnar frá Icelandair sem lentu á Akureyri eru farnar til Keflavíkur en enn eru tvær eftir frá Icelandair á Egilsstöðum.

Guðjón segir eina vél frá Delta hafa tekið þá ákvörðun að lenda á flugvelli í Skotlandi vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli.

Hann segir stöðuna á Keflavíkurflugvelli mun betri nú og er nú unnið að því að vinda ofan af þeim töfum sem urðu á flugi í morgun. Má því búast við einhverri röskun á flugáætlun fram eftir degi og farþegar beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum. 

Á samfélagsmiðlum má fylgjast með viðbrögðum erlendra ferðamanna hér á landi við veðrinu í morgun. Einn þeirra sagði snjókomuna minna á hvers vegna landið er kennt við ís.

Brr!

A post shared by suzanne d'annunzio (@mydogsarecoolerthanyourdogs) on

Runway closed

A post shared by John Davidson (@johnjamesdavidson) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.