Sellófanefni utan um sælgæti í páskaeggjunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 20:18 Helgi Vilhjálmsson, er allur af vilja gerður. Vísir/Pjetur/Gunnar V. Andrésson Helgi Vilhjálmsson, sælgætisframleiðandi sem er betur þekktur sem Helgi í Góu, segir að umbúðirnar um mismunandi sælgæti inni í páskaeggjunum séu ekki úr plasti heldur sellófani. Sóley Kjerúlf Svansdóttir, var ein þeirra sem furðaði sig á óhóflegri plastnotkun sælgætisframleiðenda og skrifaði gagnrýna færslu á Facebooksíðu sína. Plastnotkunin sé á skjön við þá alþjóðlegu vitundarvakningu sem hefur orðið í umhverfismálum á undanförnum árum. „Hver eru rökin fyrir því að pakka 10 súkkulaðirúsínum í plastpoka? Af hverju þarf ein lakkríslengja að vera í poka, af hverju þarf 5 svoleiðis? Af hverju mátti ekki spara framleiðslu, minnka kostnað, vernda umhverfið og sleppa þessu plasti?“ spyr Sóley í stöðuuppfærslu sinni sem blöskraði mjög umbúðirnar sem blöstu við henni þegar hún opnaði páskaeggið sitt. Hún segist hafa misst alla lyst og fundið fyrir reiði. Helgi í Góu var inntur eftir viðbrögðum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að umbúðirnar væru ekki úr plasti heldur sellófanefni. Aðspurður sagðist hann þó ekki vita hvort sellófanefni væri umhverfisvænna en plastið og hugðist komast að hinu rétta þegar í stað. Helgi segir að hér áður fyrr hafi sælgætið verið í einni hrúgu inni í eggjunum og þá hafi fólk kvartað yfir því. „Við erum alltaf að reyna að þjóna fólkinu,“ segir Helgi. Sjálfur segist Helgi vera á móti plasti og að hann sjái fyrir sér að endurskoða umbúðirnar. „Það er sjálfsagt að reyna að fá efni sem eyðist upp, ég er alveg sammála því,” segir Helgi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Tengdar fréttir Umhverfissóðaskapur í páskaeggjum? Mikið magn plastumbúða innan í páskaeggjum þykir ekki vera í takt við nýja tíma. 30. mars 2016 15:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Helgi Vilhjálmsson, sælgætisframleiðandi sem er betur þekktur sem Helgi í Góu, segir að umbúðirnar um mismunandi sælgæti inni í páskaeggjunum séu ekki úr plasti heldur sellófani. Sóley Kjerúlf Svansdóttir, var ein þeirra sem furðaði sig á óhóflegri plastnotkun sælgætisframleiðenda og skrifaði gagnrýna færslu á Facebooksíðu sína. Plastnotkunin sé á skjön við þá alþjóðlegu vitundarvakningu sem hefur orðið í umhverfismálum á undanförnum árum. „Hver eru rökin fyrir því að pakka 10 súkkulaðirúsínum í plastpoka? Af hverju þarf ein lakkríslengja að vera í poka, af hverju þarf 5 svoleiðis? Af hverju mátti ekki spara framleiðslu, minnka kostnað, vernda umhverfið og sleppa þessu plasti?“ spyr Sóley í stöðuuppfærslu sinni sem blöskraði mjög umbúðirnar sem blöstu við henni þegar hún opnaði páskaeggið sitt. Hún segist hafa misst alla lyst og fundið fyrir reiði. Helgi í Góu var inntur eftir viðbrögðum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að umbúðirnar væru ekki úr plasti heldur sellófanefni. Aðspurður sagðist hann þó ekki vita hvort sellófanefni væri umhverfisvænna en plastið og hugðist komast að hinu rétta þegar í stað. Helgi segir að hér áður fyrr hafi sælgætið verið í einni hrúgu inni í eggjunum og þá hafi fólk kvartað yfir því. „Við erum alltaf að reyna að þjóna fólkinu,“ segir Helgi. Sjálfur segist Helgi vera á móti plasti og að hann sjái fyrir sér að endurskoða umbúðirnar. „Það er sjálfsagt að reyna að fá efni sem eyðist upp, ég er alveg sammála því,” segir Helgi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Tengdar fréttir Umhverfissóðaskapur í páskaeggjum? Mikið magn plastumbúða innan í páskaeggjum þykir ekki vera í takt við nýja tíma. 30. mars 2016 15:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Umhverfissóðaskapur í páskaeggjum? Mikið magn plastumbúða innan í páskaeggjum þykir ekki vera í takt við nýja tíma. 30. mars 2016 15:15