Dóra Björt gagnrýnir aprílgabb um kosningarétt: „Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 20:48 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, finnst ekki smekklegt að kýla niður. vísir/Ernir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“ Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira