Dóra Björt gagnrýnir aprílgabb um kosningarétt: „Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 20:48 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, finnst ekki smekklegt að kýla niður. vísir/Ernir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“ Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira