Innlent

Fyrrverandi formaður KSÍ oddviti Miðflokksins í Kópavogi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Geir og Lars Lagerbäck þegar sá síðarnefndi var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari árið 2010.
Geir og Lars Lagerbäck þegar sá síðarnefndi var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari árið 2010. Vísir/Vilhelm
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, leiðir framboð Miðflokksins í Kópavogi. Flokkurinn býður í fyrsta sinn fram í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða 26. maí næstkomandi.

Geir hefur starfað að verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar frá 1981 og í Knattspyrnusambandi Íslands frá 1992, sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997-2007 og formaður KSÍ 2007-2017.

Þá hefur hann setið í nefndum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu UEFA frá 1998 og Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA frá 2007 og sinnir nú sérstökum verkefnum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu.

Í tilkynningu frá Miðflokknum er haft eftir Geir að stærsta verkefnið á kjörtímabilunu verði að lækka álögur á bæjarbúa og bæta þjónustu bæjarins við íbúana.

Við viljum ná betri árangri í fjármálum Kópavogsbæjar þannig að lækka megi útsvarið úr 14,48% í 14% á kjörtímabilinu“ segir Geir. „Við leggjum áherslu á að í menntamálum standi nemendum til boða kennsla eins og best gerist ásamt því að vinna að stofnun framhaldsskóla í efri byggðum bæjarins og að bæjarbúar á öllum aldri fái notið fjölbreyttra menningar- og listviðburða og líflegs íþróttalífs í bænum, sér til skemmtunar og heilsubótar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×