Innlent

Bjarki leiðir lista VG í Mosfellsbæ

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Katrín Sif Oddgeirsdóttir, Bjarki Bjarnason, Bryndís Brynjarsdóttir og Valgarð Már Jakobsson.
Katrín Sif Oddgeirsdóttir, Bjarki Bjarnason, Bryndís Brynjarsdóttir og Valgarð Már Jakobsson.

Listi VG í Mosfellsbæ fyrir komandi kosningar hefur verið samþykktur. Efsta sæti listans skipar Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar sem kveðst vera afar stoltur af því að leiða þenna vaska hóp eins og hann orðar það. Þegar hann er spurður að því hvernig kosningavorið verði svarar hann: ,,Það verður spennandi og grænt.“

Framboðslisti Vinstri-grænna í Mosfellsbæ við sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018:

 1. Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar.
 2. Bryndís Brynjarsdóttir, grunnskólakennari og myndlistarkona.
 3. Valgarð Már Jakobsson, framhaldsskólakennari.
 4. Katrín Sif Oddgeirsdóttir, deildarstjóri í Leirvogstunguskóla.  
 5. Bjartur Steingrímsson, heimspekinemi. 
 6. Rakel G. Brandt, félagssálfræðinemi og afgreiðsludama.
 7. Björk Ingadóttir, framhaldsskólakennari.
 8. Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður.
 9. Guðmundur Guðbjarnarson, símsmiður.
 10. Marta Hauksdóttir, sjúkraliði.
 11. Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus.
 12. Jóhanna B. Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur.
 13. Karl Tómasson, tónlistarmaður.
 14. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, flugumferðarstjóri.
 15. Gísli Snorrason, verkamaður.
 16. Örvar Þór Guðmundsson, atvinnubílstjóri.
 17. Elísabet Kristjánsdóttir, kennari.
 18. Ólafur Gunnarsson, vélfræðingur.
Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.