Verðhækkanir árangursríkasta vopnið gegn tóbaksneyslu Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. apríl 2018 13:30 Viðar Jensson, hjá Embætti landlæknis. Vísir/Stefán Verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis segir verðstýringu lang öflugasta vopnið gegn notkun nef- og munntóbaks. Neyslan jókst hins vegar talsvert á fyrstu tveimur mánuðum ársins þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir undanfarin misseri. Sagt var frá því á vef Kjarnans á föstudag að nef- og munntóbakssala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefði aldrei verið meiri í byrjun árs en á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Er þetta byggt á mánaðarlegum sölutölum ÁTVR, en þar kemur fram að í janúar og febrúar 2018 hafa selst 6,2 tonn af slíku tóbaki miðað við 5,3 tonn í sömu mánuðum 2016, sem þó var metár. Viðar Jensson verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis segir tölurnar áhyggjuefni. Hann er hins vegar ekki í vafa um hvaða leið virki best til að varna tóbaksnotkun. „Virk verðstýring er árangursríkust. Það segja bara fræðin og slíku erum við líka skuldbundin til að framfylgja samkvæmt rammasamningi alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar,“ bendir Viðar á.Verðið margfaldast undanfarin ár Um áramótin 2016-2017 var verð á íslensku neftóbaki hækkað um 60 prósent á einu bretti. Kostaði ein dós út úr ÁTVR þá tæpar 2400 krónur í stað tæplega 1500 króna áður. Algengt smásöluverð í verslunum er nú yfir þrjú þúsund krónur, en það virðist ekki aftra metsölu. „Þetta eru að vísu bara tveir mánuðir sem þessar tölur ná yfir, en ungt fólk er viðkvæmast fyrir hækkunum á tóbaki,“ segir Viðar. Segir hann því að áframhaldandi verðhækkanir séu samkvæmt fræðunum taldar best til þess fallnar að halda yngri aldurshópum frá tóbaksbölinu. Hann ítrekar þó að ákvörðunarvald um hækkun tóbaksverðs liggi hjá stjórnvöldum, en ekki embætti landlæknis. Hins vegar er von á niðurstöðum könnunar á tóbaksnotkun í lok mánaðarins þar sem greindur er aldur, kyn og önnur atriði um neytendur tóbaks, til að kanna að hvaða hóp aðgerðir þurfi helst að beinast. Könnunin er sú þriðja frá 2012, en Viðar segir langstærstu neytendurna vera unga karlmenn á aldrinum 18-25 ára. Hann segir nýjar forvarnar- og hjálparleiðir í skoðun samhliða verðstýringunni. Reynt sé að nýta nýjustu tækni til að ná til yngri aldurshópa. „Við erum með í bígerð að hanna app sem miðar að því að hjálpa fólki að hætta að nota tóbak. Við sjáum að ungt fólk hringir mun minna í hjálparsíður og leitar sér aðstoðar.“ Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis segir verðstýringu lang öflugasta vopnið gegn notkun nef- og munntóbaks. Neyslan jókst hins vegar talsvert á fyrstu tveimur mánuðum ársins þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir undanfarin misseri. Sagt var frá því á vef Kjarnans á föstudag að nef- og munntóbakssala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefði aldrei verið meiri í byrjun árs en á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Er þetta byggt á mánaðarlegum sölutölum ÁTVR, en þar kemur fram að í janúar og febrúar 2018 hafa selst 6,2 tonn af slíku tóbaki miðað við 5,3 tonn í sömu mánuðum 2016, sem þó var metár. Viðar Jensson verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis segir tölurnar áhyggjuefni. Hann er hins vegar ekki í vafa um hvaða leið virki best til að varna tóbaksnotkun. „Virk verðstýring er árangursríkust. Það segja bara fræðin og slíku erum við líka skuldbundin til að framfylgja samkvæmt rammasamningi alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar,“ bendir Viðar á.Verðið margfaldast undanfarin ár Um áramótin 2016-2017 var verð á íslensku neftóbaki hækkað um 60 prósent á einu bretti. Kostaði ein dós út úr ÁTVR þá tæpar 2400 krónur í stað tæplega 1500 króna áður. Algengt smásöluverð í verslunum er nú yfir þrjú þúsund krónur, en það virðist ekki aftra metsölu. „Þetta eru að vísu bara tveir mánuðir sem þessar tölur ná yfir, en ungt fólk er viðkvæmast fyrir hækkunum á tóbaki,“ segir Viðar. Segir hann því að áframhaldandi verðhækkanir séu samkvæmt fræðunum taldar best til þess fallnar að halda yngri aldurshópum frá tóbaksbölinu. Hann ítrekar þó að ákvörðunarvald um hækkun tóbaksverðs liggi hjá stjórnvöldum, en ekki embætti landlæknis. Hins vegar er von á niðurstöðum könnunar á tóbaksnotkun í lok mánaðarins þar sem greindur er aldur, kyn og önnur atriði um neytendur tóbaks, til að kanna að hvaða hóp aðgerðir þurfi helst að beinast. Könnunin er sú þriðja frá 2012, en Viðar segir langstærstu neytendurna vera unga karlmenn á aldrinum 18-25 ára. Hann segir nýjar forvarnar- og hjálparleiðir í skoðun samhliða verðstýringunni. Reynt sé að nýta nýjustu tækni til að ná til yngri aldurshópa. „Við erum með í bígerð að hanna app sem miðar að því að hjálpa fólki að hætta að nota tóbak. Við sjáum að ungt fólk hringir mun minna í hjálparsíður og leitar sér aðstoðar.“
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira