Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og gagnrýna Barnaverndarstofu harðlega fyrir skort á fjölbreyttum meðferðum. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. Fjallað verðu um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar ræðum við líka við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, sem er uggandi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið.

Loks kynnum við okkur háskólasamfélag sem myndast hefur í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×