Innlent

Sunna Elvíra komin til landsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sunna Elvira Þorkelsdóttir lá á spítala á Spáni í nær þrjá mánuði.
Sunna Elvira Þorkelsdóttir lá á spítala á Spáni í nær þrjá mánuði. Vísir

Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er komin til Íslands. Hún var flutt með sjúkraflugi frá Sevilla á Spáni í dag og lenti vélin á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17.

Sunna hefur dvalið á sjúkrahúsi á Spáni síðan um miðjan janúar, samtals í tæpa þrjá mánuði, en hún slasaðist alvarlega eftir fall á heimili hennar og eiginmanns hennar, Sigurðar Kristinssonar. Hann var handtekinn hér á landi í janúar í tengslum við fíkniefnainnflutning og var Sunna í kjölfarið sett í farbann, sem var aflétt í síðustu viku. Í dag bárust svo fréttir af því að Sigurður og móðir Sunnu hefðu verið ákærð fyrir skattalagabrot.

Samkvæmt frétt Mbl biðu sjúkrabíll og lögreglubíll á flugvellinum í Keflavík þar sem Sunna lenti um klukkan 17 í dag. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún færi í endurhæfingu á Grensás við komuna hingað til lands.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.