Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2018 18:57 Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira