Börnin að tapa móðurmálinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. mars 2018 07:00 Arleta og Adam fluttu hingað til lands árið 2014 og eru nú búsett á Hellu. Vísir/Stefán „Ég mun láta reyna á allt fyrir dómstólum. Ég mun gera allt sem ég get til þess að reyna að sameina þessa fjölskyldu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður foreldra sem standa frammi fyrir forsjársviptingu yfir tveimur dætrum þeirra af þremur, vegna ásakana um vanrækslu. Stúlkurnar eru sextán ára, þriggja ára og fjögurra mánaða. Tvær yngstu hafa verið teknar af foreldrum sínum, þar af var önnur þeirra aðeins tveggja daga þegar farið var með hana á annað heimili. Foreldrarnir fá að hitta börnin í einn og hálfan tíma í senn á mánaðarfresti, og að sögn Stefáns er miðjubarnið farið að tapa móðurmáli sínu. Foreldrarnir, Arleta Kilichowska og Adam Lechowicz, eru meðal annars sakaðir um að hafa í nokkur skipti sent miðjubarnið með næturbleyju á leikskólann, með þeim afleiðingum að barnið brann á bleyjusvæðinu. Arleta fullyrðir að barnið sé með viðkvæma húð og hún hafi bent leikskóla og barnavernd á það ítrekað. Þá eru börnin sögð hafa verið þreytt og gráleit í framan á morgnana, og steininn tók svo úr þegar elsta stúlkan sakaði móður sína um líkamlegt ofbeldi. Stúlkan dró þann framburð síðar til baka. Hún býr enn hjá foreldrum sínum. „Samskipti mín og elstu dóttur minnar voru oft erfið. Hún er á þeim aldri sem unglingar fara oft í uppreisn, og ég veit ég gerði mörg mistök,“ segir Arleta. Hún segir þær mæðgur hafa rifist mikið því dóttir hennar hafi stöðugt farið til Reykjavíkur í leyfisleysi. „Dóttir mín fór að segja alls konar lygasögur. En hún sá ekki að sögurnar gætu haft þessar afleiðingar.“ Stefán Karl gagnrýnir vinnubrögð Barnaverndar. Hann segist sérstaklega ósáttur við þá ákvörðun nefndarinnar að hafna beiðni um að börnin yrðu vistuð hjá föðurfjölskyldu þeirra. „Það er alltaf ástæða fyrir því að barnavernd fer út í svona mál. Það er ekki til hið fullkomna foreldri. En síðan er það spurning hvernig mál þróast. Í þessu tilviki erum við að tala um fólk sem er ekki í neyslu og á ekki við drykkjuvanda að stríða. Þau eru ekki fullkomin en þessar ásakanir og aðgerðir sem lagt er upp með eru langt frá því að vera það sem eðlilegt getur talist,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig við myndum samþykkja að svona yrði farið með íslenska ríkisborgara erlendis, að vera vistaðir í umhverfi þar sem þeir geta ekki ræktað íslenska tungu. Þetta er óskaplega ljótt mál og við myndum aldrei samþykkja svona framkomu.“ Ítarlega er rætt við foreldranna á nýjum vef Fréttablaðsins, bæði í hljóð og mynd. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Ég mun láta reyna á allt fyrir dómstólum. Ég mun gera allt sem ég get til þess að reyna að sameina þessa fjölskyldu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður foreldra sem standa frammi fyrir forsjársviptingu yfir tveimur dætrum þeirra af þremur, vegna ásakana um vanrækslu. Stúlkurnar eru sextán ára, þriggja ára og fjögurra mánaða. Tvær yngstu hafa verið teknar af foreldrum sínum, þar af var önnur þeirra aðeins tveggja daga þegar farið var með hana á annað heimili. Foreldrarnir fá að hitta börnin í einn og hálfan tíma í senn á mánaðarfresti, og að sögn Stefáns er miðjubarnið farið að tapa móðurmáli sínu. Foreldrarnir, Arleta Kilichowska og Adam Lechowicz, eru meðal annars sakaðir um að hafa í nokkur skipti sent miðjubarnið með næturbleyju á leikskólann, með þeim afleiðingum að barnið brann á bleyjusvæðinu. Arleta fullyrðir að barnið sé með viðkvæma húð og hún hafi bent leikskóla og barnavernd á það ítrekað. Þá eru börnin sögð hafa verið þreytt og gráleit í framan á morgnana, og steininn tók svo úr þegar elsta stúlkan sakaði móður sína um líkamlegt ofbeldi. Stúlkan dró þann framburð síðar til baka. Hún býr enn hjá foreldrum sínum. „Samskipti mín og elstu dóttur minnar voru oft erfið. Hún er á þeim aldri sem unglingar fara oft í uppreisn, og ég veit ég gerði mörg mistök,“ segir Arleta. Hún segir þær mæðgur hafa rifist mikið því dóttir hennar hafi stöðugt farið til Reykjavíkur í leyfisleysi. „Dóttir mín fór að segja alls konar lygasögur. En hún sá ekki að sögurnar gætu haft þessar afleiðingar.“ Stefán Karl gagnrýnir vinnubrögð Barnaverndar. Hann segist sérstaklega ósáttur við þá ákvörðun nefndarinnar að hafna beiðni um að börnin yrðu vistuð hjá föðurfjölskyldu þeirra. „Það er alltaf ástæða fyrir því að barnavernd fer út í svona mál. Það er ekki til hið fullkomna foreldri. En síðan er það spurning hvernig mál þróast. Í þessu tilviki erum við að tala um fólk sem er ekki í neyslu og á ekki við drykkjuvanda að stríða. Þau eru ekki fullkomin en þessar ásakanir og aðgerðir sem lagt er upp með eru langt frá því að vera það sem eðlilegt getur talist,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig við myndum samþykkja að svona yrði farið með íslenska ríkisborgara erlendis, að vera vistaðir í umhverfi þar sem þeir geta ekki ræktað íslenska tungu. Þetta er óskaplega ljótt mál og við myndum aldrei samþykkja svona framkomu.“ Ítarlega er rætt við foreldranna á nýjum vef Fréttablaðsins, bæði í hljóð og mynd.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira