Kínverskur ekkill fær ekki bætur eftir lát konu sinnar í Silfru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Orsök slyssins er talin sú að konan hafi fjarlægt lungað úr munni sér og fengið við það sjokk. Vísir/Vilhelm Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14