Kínverskur ekkill fær ekki bætur eftir lát konu sinnar í Silfru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Orsök slyssins er talin sú að konan hafi fjarlægt lungað úr munni sér og fengið við það sjokk. Vísir/Vilhelm Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14