Kínverskur ekkill fær ekki bætur eftir lát konu sinnar í Silfru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Orsök slyssins er talin sú að konan hafi fjarlægt lungað úr munni sér og fengið við það sjokk. Vísir/Vilhelm Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14