Fær bætur eftir að hún fauk í ofsaveðri í Reynisfjöru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2018 06:00 Úr Reynisfjöru. Fólkið á myndinni tengist fréttinni ekki. Vísir/Friðrik Kona, sem slasaðist í Reynisfjöru í hópferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis, fær helming tjóns síns bættan úr ábyrgðartryggingu fyrirtækisins. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að konan slasaðist þegar hún fauk til í ofsaveðri í Reynisfjöru þann 30. október 2014. Tókst hún á loft í einni vindhviðunni og slasaðist meðal annars illa á hendi. Taldi konan að glapræði hefði verið af bílstjóra og leiðsögumanni að halda för áfram í ljósi þess hvassviðris sem var þann dag. Í málinu lá fyrir að vindur var yfir 20 m/s og fór yfir 35 m/s í hviðum á þeim tíma sem slysið átti sér stað. Við Skógafoss höfðu fararstjórar samband við framkvæmdastjóra fyrirtækisins og var afráðið að halda för áfram þrátt fyrir veðurofsann. Þegar í Reynisfjöru var komið fór fararstjórinn úr rútunni. Bar hún því við að hún hefði þá þegar séð hve slæmt veður var og reynt að smala fólki aftur inn í rútuna. Sönnunargildi þess framburðar var metið með hliðsjón af því að vitnisburðurinn var ódagsettur og löngu eftir að slysið átti sér stað. Var það mat ÚNVá að skipuleggjendur og stjórnendur ferðarinnar hefðu sýnt af sér gáleysi með því að hleypa fólki út úr rútunni og niður í fjöru. Bæru þeir því ábyrgð á tjóninu. Konan var hins vegar látin bera helming tjóns síns sjálf þar sem hún hefði kosið að taka áhættuna á að fara niður í fjöru þrátt fyrir veðurhaminn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Kona, sem slasaðist í Reynisfjöru í hópferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis, fær helming tjóns síns bættan úr ábyrgðartryggingu fyrirtækisins. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að konan slasaðist þegar hún fauk til í ofsaveðri í Reynisfjöru þann 30. október 2014. Tókst hún á loft í einni vindhviðunni og slasaðist meðal annars illa á hendi. Taldi konan að glapræði hefði verið af bílstjóra og leiðsögumanni að halda för áfram í ljósi þess hvassviðris sem var þann dag. Í málinu lá fyrir að vindur var yfir 20 m/s og fór yfir 35 m/s í hviðum á þeim tíma sem slysið átti sér stað. Við Skógafoss höfðu fararstjórar samband við framkvæmdastjóra fyrirtækisins og var afráðið að halda för áfram þrátt fyrir veðurofsann. Þegar í Reynisfjöru var komið fór fararstjórinn úr rútunni. Bar hún því við að hún hefði þá þegar séð hve slæmt veður var og reynt að smala fólki aftur inn í rútuna. Sönnunargildi þess framburðar var metið með hliðsjón af því að vitnisburðurinn var ódagsettur og löngu eftir að slysið átti sér stað. Var það mat ÚNVá að skipuleggjendur og stjórnendur ferðarinnar hefðu sýnt af sér gáleysi með því að hleypa fólki út úr rútunni og niður í fjöru. Bæru þeir því ábyrgð á tjóninu. Konan var hins vegar látin bera helming tjóns síns sjálf þar sem hún hefði kosið að taka áhættuna á að fara niður í fjöru þrátt fyrir veðurhaminn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira