Fær bætur eftir að hún fauk í ofsaveðri í Reynisfjöru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2018 06:00 Úr Reynisfjöru. Fólkið á myndinni tengist fréttinni ekki. Vísir/Friðrik Kona, sem slasaðist í Reynisfjöru í hópferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis, fær helming tjóns síns bættan úr ábyrgðartryggingu fyrirtækisins. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að konan slasaðist þegar hún fauk til í ofsaveðri í Reynisfjöru þann 30. október 2014. Tókst hún á loft í einni vindhviðunni og slasaðist meðal annars illa á hendi. Taldi konan að glapræði hefði verið af bílstjóra og leiðsögumanni að halda för áfram í ljósi þess hvassviðris sem var þann dag. Í málinu lá fyrir að vindur var yfir 20 m/s og fór yfir 35 m/s í hviðum á þeim tíma sem slysið átti sér stað. Við Skógafoss höfðu fararstjórar samband við framkvæmdastjóra fyrirtækisins og var afráðið að halda för áfram þrátt fyrir veðurofsann. Þegar í Reynisfjöru var komið fór fararstjórinn úr rútunni. Bar hún því við að hún hefði þá þegar séð hve slæmt veður var og reynt að smala fólki aftur inn í rútuna. Sönnunargildi þess framburðar var metið með hliðsjón af því að vitnisburðurinn var ódagsettur og löngu eftir að slysið átti sér stað. Var það mat ÚNVá að skipuleggjendur og stjórnendur ferðarinnar hefðu sýnt af sér gáleysi með því að hleypa fólki út úr rútunni og niður í fjöru. Bæru þeir því ábyrgð á tjóninu. Konan var hins vegar látin bera helming tjóns síns sjálf þar sem hún hefði kosið að taka áhættuna á að fara niður í fjöru þrátt fyrir veðurhaminn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Kona, sem slasaðist í Reynisfjöru í hópferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis, fær helming tjóns síns bættan úr ábyrgðartryggingu fyrirtækisins. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að konan slasaðist þegar hún fauk til í ofsaveðri í Reynisfjöru þann 30. október 2014. Tókst hún á loft í einni vindhviðunni og slasaðist meðal annars illa á hendi. Taldi konan að glapræði hefði verið af bílstjóra og leiðsögumanni að halda för áfram í ljósi þess hvassviðris sem var þann dag. Í málinu lá fyrir að vindur var yfir 20 m/s og fór yfir 35 m/s í hviðum á þeim tíma sem slysið átti sér stað. Við Skógafoss höfðu fararstjórar samband við framkvæmdastjóra fyrirtækisins og var afráðið að halda för áfram þrátt fyrir veðurofsann. Þegar í Reynisfjöru var komið fór fararstjórinn úr rútunni. Bar hún því við að hún hefði þá þegar séð hve slæmt veður var og reynt að smala fólki aftur inn í rútuna. Sönnunargildi þess framburðar var metið með hliðsjón af því að vitnisburðurinn var ódagsettur og löngu eftir að slysið átti sér stað. Var það mat ÚNVá að skipuleggjendur og stjórnendur ferðarinnar hefðu sýnt af sér gáleysi með því að hleypa fólki út úr rútunni og niður í fjöru. Bæru þeir því ábyrgð á tjóninu. Konan var hins vegar látin bera helming tjóns síns sjálf þar sem hún hefði kosið að taka áhættuna á að fara niður í fjöru þrátt fyrir veðurhaminn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira