Innlent

Skipulagt vændi til umræðu í Víglínunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skipulagt vændi á Íslandi verður til umræðu í Víglínunni sem hefst í beinni og opinni útsendingu klukkan 12.20 á Stöð 2.

Snorri Birgisson yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður gestur Höskuldar Kára Schram fréttamanns.

Þá mæta Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og Jóna Sólveig Elínardóttir fyrrverandi þingmaður til að ræða meðal annars deilu Breta og Rússa en samskipti landanna hafa verið afar stirð að undanförnu út af Skripal-málinu svokallaða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.