Innlent

Guðjón A. Kristjánsson er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins, er látinn vegna krabbameins. Hann var 73 ára gamall og fæddist á Ísafirði þann 5. júlí 1944. Foreldrar hans voru Kristján Sigmundur Guðjónsson og Jóhanna Jakobsdóttir.

Sagt var frá andláti Guðjóns á mbl.is.



Guðjón útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1966 og starfaði sem skipstjóri í 30 ár eða allt til ársins 1997. Hann var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar 1975 til 1984 og forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1983 til 1999.

Þá sat hann á Alþingi frá 1999 til 2009 og var formaður Frjálslynda flokksins frá 1999 til 2004.

Hann lætur eftir sig eiginkonu og sjö uppkomin börn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×