Orri í Áttunni segir sigurinn felast í uppgjöfinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 20:30 Orri hefur í dag verið laus við fíkniefni í heilt ár og vill núna gefa áfram það sem honum var gefið. Orri Orri Einarsson, einn eigenda Áttunnar afþreyingarmiðils, steig í gær fram á Facebook síðu sinni og greindi frá raunum sínum af því að glíma við fíkn. Hann hefur í dag verið edrú í heilt ár, líður vel í eigin skinni því í dag einkennist líf hans ekki af leitinni að næstu vímu. Kvíði og þunglyndi hefur horfið eins og dögg fyrir sólu og allir vegir eru Orra færir í dag. Á einu ári hefur Orri ásamt Áttunni stofnað útvarpsstöð, tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og unnið að ýmsum verkefnum á samfélagsmiðlum. Orri er staðráðinn í að hjálpa öðrum að sigrast á fíkninni því hann vill betra líf öllum til handa. Orri hafði áður farið í meðferð en hún bar ekki árangur því hann hafði aldrei í hyggju að segja skilið við fíkniefnin. Ástæðan fyrir því að hann fór í meðferð í fyrra skiptið var sú að hann vildi friða vini sína og fjölskyldu. Þegar hann kom úr meðferðinni datt hann fljótlega í það aftur og var þá í verri stöðu en áður og skammtarnir stækkuðu.Mynd þessi er tekin á síðasta djammi Orra. Þarna hefur hann verið á fótum í meira og minna fimm daga.OrriVildi ekki verða heimilislaus Orra var í raun nauðugur einn kostur þegar hann skráði sig í meðferð í annað sinn. Hann bjó á þessum tíma hjá móður sinni sem fékk nóg af því að horfa upp á líferni sonar síns. „Það var í fyrsta sinn sem móðir mín setti niður fótinn. Hún hafði verið svolítið meðvirk. Hún sem sagt sagði við mig að ef þetta héldi svona áfram þyrfti ég að finna mér nýtt heimili,“ segir Orri sem sá fyrir sér að verða heimilislaus. „Mér fannst ég of kúl til að búa á götunni, eða að hoppa á milli sofa hjá vinum mínum, það var bara einhver hugmynd sem ég hafði þá. Ég átti nátturulega engan pening til að leigja mér íbúð því hann fór allur í fíkniefni. Ég sá það bara sem ágætis kost að fara í tíu daga inn á Vog og ákveða hvað ég ætti að gera í rauninni.“En hvað gerðist svo inni á Vogi? Hvers vegna þessi viðhorfsbreyting?„Ég sat á AA fundi inn á Vogi. Ég hef farið á fjölmarga AA fundi, ég byrjaði að fara á AA fundi þegar ég var sautján ára og mér fannst þetta aldrei vera neitt fyrir mig en samt var ég búinn að sjá þetta virka fyrir marga í kringum mig. Alkóhólismi hefur verið vandamál í fjölskyldunni. Það gerðist bara eitthvað á þessum AA-fundi. Það kom strákur inn á fundinn sem var á svipuðum aldri og ég og þegar hann labbaði inn í salinn – þetta er kannski pínu klisjukennt– en ég sá bara að honum leið vel, hann var með einhvern glampa í augunum og bar sig vel. Svo sagði hann sína sögu og það var svo margt sem hann sagði sem ég tengdi við og bara að heyra þetta allt á þessum tímapunkti þá trúði ég að það væri hægt að snúa þessu við. Ég heyrði allt það rétta á réttum tíma. Síðan þá hef ég ekki litið til baka og ég hef lagt mig fram um að vinna mikið í sjálfum mér.“„Ég vil reyna að gefa áfram það sem mér var gefið“ Eftir að hafa fengið hjálp frá í raun ókunnugum strák þá fann Orri það sterkt hjá sjálfum sér að hann þyrfti að fara að hans fordæmi og hjálpa öðrum sem eru í erfiðri stöðu. Orri hefur farið í heimsóknir inn á Vog, geðdeild og Krísuvík til að gefa af sér og hjálpa öðrum. „Ég vil reyna að gefa áfram það sem mér var gefið,“ segir Orri.Tískuvæðing fíkniefna Eftir sína erfiðu lífsreynslu finnst Orra erfitt að horfa upp á það sem hann kallar „tískuvæðingu fíkniefna“. „Það er búið að tískuvæða neyslu og stór þáttur af því er allt þetta rapp sem er verið að gera, sem ég hlusta á og hef gaman að og allt það, en bara textarnir og lífsstíllinn sem er verið að „presentera í þessu“. Þetta er tískuvæðing á neyslu og læknadópi núna upp á síðkastið,“ segir Orri.Enginn glamúr fólginn í því að taka læknadóp „Þetta eru lyf sem ég notaði mjög mikið sjálfur og veit þess vegna að það er ekki glamúr sem fylgir þessu. Þessir strákar eru áhrifavaldar fyrir yngri stráka sérstaklega, þeir gleypa þetta náttúrulega bara. Mig langar ekki að vera leiðinlegi gaurinn sem er að tala niður tónlist eða það sem þeir eru að gera en einhvern veginn samt að reyna að benda á að það sem þeir eru að tala um er ekki endilega satt. Mikið af þessum strákum eru vinir mínir en ég vil samt tala gegn þessu,“ segir Orri.Nökkvi Fjalar, Orri og krakkarnir í Áttunni hafa haft frumkvæði að ýmsum verkefnum og nú síðast tóku þau þátt í Söngvakeppni sjonvarpsins.OrriEn þið í Áttunni eruð líka áhrifavaldar, eruði farin að hugsa um leiðir til að skapa mótvægið?„Nökkvi sem er með mér í þessu er alveg hin hliðin. Hann hefur aldrei drukkið eða reykt og hefur ekki komið nálægt neinu svona. Við erum æskuvinir en missum sambandið um það leyti sem ég er að byrja í neyslu, þá um sextán, sautján ára. Hann hefur samt alltaf haft svo mikla trú á mér og í fyrra, þegar ég var búinn að vera edrú í einhvern smá tíma, þá fær hann mig inn í þetta Áttudæmi,“ segir Orri sem kann greinilega vel að meta vinskapinn. Forgangsatriði hjá Orra hefur verið að halda sér edrú og nú þegar hann stendur styrkum fótum vill hann tala fyrir kostum edrúmennskunnar og því að öðlast betra líf. Nökkvi og Orri eru búnir að hittast mikið og ræða sín á milli um verkefni sem geti stuðlað að heilbrigðari viðhorfum. Orri segist hafa fengið ofboðslega sterk viðbrögð við stöðuuppfærslunni sinni frá því í gær. Síminn hans hefur ekki stoppað og pósthólfið hans er fullt af skilaboðum frá fólki í aðþrengdri stöðu og vill líða betur. Margir þeirra eru strákar sem hafa leitað til hans og eiga við mikla erfiðleika að stríða en finnst erfitt að biðja um hjálp. „Ég finn þetta sérstaklega á meðal stráka, þeim finnst uppgjöfin vera á einhvern hátt weak“.Tengist karlmennska því að geta ekki verið berskjaldaður og beðið um hjálp?„Ég held það nefnilega. Sjálfur reyndi að gera allt til að láta einhvern segja við mig að þetta væri ekki vandamálið. Ég hoppaði á milli sálfræðinga, geðlækna og stelpna og beið eftir því að einhver myndi segja við mig að þetta væri vandamálið þrátt fyrir að ég vissi það innst inni. Mér fannst samt ekki endilega svo erfitt að biða um hjálp. Þegar örvæntingin var orðin það mikil þurfti ég bara að viðurkenna þetta.“Hefurðu einhver ráð handa þessum hóp?„Fyrir mitt leyti þá fólst sigurinn í uppgjöfinni. Að fá allt upp á borðið og að viðurkenna það sem ég í raun vissi. Maður var alltaf að passa upp á að líta vel út á samfélagsmiðlum og að vera með flott Instagram. Sigurinn felst í því að gefast upp fyrir sjálfum sér. Frá því að ég gerði það þá er svo þungu fargi af mér létt,“ segir Orri sem einbeitir sér aðallega að tvennu þessa dagana, vinnunni og því að hjálpa öðrum en umfram allt, tekur hann einn dag í einu.Hér að neðan er hægt að lesa frásögn Orra í heild sinni. Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Orri Einarsson, einn eigenda Áttunnar afþreyingarmiðils, steig í gær fram á Facebook síðu sinni og greindi frá raunum sínum af því að glíma við fíkn. Hann hefur í dag verið edrú í heilt ár, líður vel í eigin skinni því í dag einkennist líf hans ekki af leitinni að næstu vímu. Kvíði og þunglyndi hefur horfið eins og dögg fyrir sólu og allir vegir eru Orra færir í dag. Á einu ári hefur Orri ásamt Áttunni stofnað útvarpsstöð, tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og unnið að ýmsum verkefnum á samfélagsmiðlum. Orri er staðráðinn í að hjálpa öðrum að sigrast á fíkninni því hann vill betra líf öllum til handa. Orri hafði áður farið í meðferð en hún bar ekki árangur því hann hafði aldrei í hyggju að segja skilið við fíkniefnin. Ástæðan fyrir því að hann fór í meðferð í fyrra skiptið var sú að hann vildi friða vini sína og fjölskyldu. Þegar hann kom úr meðferðinni datt hann fljótlega í það aftur og var þá í verri stöðu en áður og skammtarnir stækkuðu.Mynd þessi er tekin á síðasta djammi Orra. Þarna hefur hann verið á fótum í meira og minna fimm daga.OrriVildi ekki verða heimilislaus Orra var í raun nauðugur einn kostur þegar hann skráði sig í meðferð í annað sinn. Hann bjó á þessum tíma hjá móður sinni sem fékk nóg af því að horfa upp á líferni sonar síns. „Það var í fyrsta sinn sem móðir mín setti niður fótinn. Hún hafði verið svolítið meðvirk. Hún sem sagt sagði við mig að ef þetta héldi svona áfram þyrfti ég að finna mér nýtt heimili,“ segir Orri sem sá fyrir sér að verða heimilislaus. „Mér fannst ég of kúl til að búa á götunni, eða að hoppa á milli sofa hjá vinum mínum, það var bara einhver hugmynd sem ég hafði þá. Ég átti nátturulega engan pening til að leigja mér íbúð því hann fór allur í fíkniefni. Ég sá það bara sem ágætis kost að fara í tíu daga inn á Vog og ákveða hvað ég ætti að gera í rauninni.“En hvað gerðist svo inni á Vogi? Hvers vegna þessi viðhorfsbreyting?„Ég sat á AA fundi inn á Vogi. Ég hef farið á fjölmarga AA fundi, ég byrjaði að fara á AA fundi þegar ég var sautján ára og mér fannst þetta aldrei vera neitt fyrir mig en samt var ég búinn að sjá þetta virka fyrir marga í kringum mig. Alkóhólismi hefur verið vandamál í fjölskyldunni. Það gerðist bara eitthvað á þessum AA-fundi. Það kom strákur inn á fundinn sem var á svipuðum aldri og ég og þegar hann labbaði inn í salinn – þetta er kannski pínu klisjukennt– en ég sá bara að honum leið vel, hann var með einhvern glampa í augunum og bar sig vel. Svo sagði hann sína sögu og það var svo margt sem hann sagði sem ég tengdi við og bara að heyra þetta allt á þessum tímapunkti þá trúði ég að það væri hægt að snúa þessu við. Ég heyrði allt það rétta á réttum tíma. Síðan þá hef ég ekki litið til baka og ég hef lagt mig fram um að vinna mikið í sjálfum mér.“„Ég vil reyna að gefa áfram það sem mér var gefið“ Eftir að hafa fengið hjálp frá í raun ókunnugum strák þá fann Orri það sterkt hjá sjálfum sér að hann þyrfti að fara að hans fordæmi og hjálpa öðrum sem eru í erfiðri stöðu. Orri hefur farið í heimsóknir inn á Vog, geðdeild og Krísuvík til að gefa af sér og hjálpa öðrum. „Ég vil reyna að gefa áfram það sem mér var gefið,“ segir Orri.Tískuvæðing fíkniefna Eftir sína erfiðu lífsreynslu finnst Orra erfitt að horfa upp á það sem hann kallar „tískuvæðingu fíkniefna“. „Það er búið að tískuvæða neyslu og stór þáttur af því er allt þetta rapp sem er verið að gera, sem ég hlusta á og hef gaman að og allt það, en bara textarnir og lífsstíllinn sem er verið að „presentera í þessu“. Þetta er tískuvæðing á neyslu og læknadópi núna upp á síðkastið,“ segir Orri.Enginn glamúr fólginn í því að taka læknadóp „Þetta eru lyf sem ég notaði mjög mikið sjálfur og veit þess vegna að það er ekki glamúr sem fylgir þessu. Þessir strákar eru áhrifavaldar fyrir yngri stráka sérstaklega, þeir gleypa þetta náttúrulega bara. Mig langar ekki að vera leiðinlegi gaurinn sem er að tala niður tónlist eða það sem þeir eru að gera en einhvern veginn samt að reyna að benda á að það sem þeir eru að tala um er ekki endilega satt. Mikið af þessum strákum eru vinir mínir en ég vil samt tala gegn þessu,“ segir Orri.Nökkvi Fjalar, Orri og krakkarnir í Áttunni hafa haft frumkvæði að ýmsum verkefnum og nú síðast tóku þau þátt í Söngvakeppni sjonvarpsins.OrriEn þið í Áttunni eruð líka áhrifavaldar, eruði farin að hugsa um leiðir til að skapa mótvægið?„Nökkvi sem er með mér í þessu er alveg hin hliðin. Hann hefur aldrei drukkið eða reykt og hefur ekki komið nálægt neinu svona. Við erum æskuvinir en missum sambandið um það leyti sem ég er að byrja í neyslu, þá um sextán, sautján ára. Hann hefur samt alltaf haft svo mikla trú á mér og í fyrra, þegar ég var búinn að vera edrú í einhvern smá tíma, þá fær hann mig inn í þetta Áttudæmi,“ segir Orri sem kann greinilega vel að meta vinskapinn. Forgangsatriði hjá Orra hefur verið að halda sér edrú og nú þegar hann stendur styrkum fótum vill hann tala fyrir kostum edrúmennskunnar og því að öðlast betra líf. Nökkvi og Orri eru búnir að hittast mikið og ræða sín á milli um verkefni sem geti stuðlað að heilbrigðari viðhorfum. Orri segist hafa fengið ofboðslega sterk viðbrögð við stöðuuppfærslunni sinni frá því í gær. Síminn hans hefur ekki stoppað og pósthólfið hans er fullt af skilaboðum frá fólki í aðþrengdri stöðu og vill líða betur. Margir þeirra eru strákar sem hafa leitað til hans og eiga við mikla erfiðleika að stríða en finnst erfitt að biðja um hjálp. „Ég finn þetta sérstaklega á meðal stráka, þeim finnst uppgjöfin vera á einhvern hátt weak“.Tengist karlmennska því að geta ekki verið berskjaldaður og beðið um hjálp?„Ég held það nefnilega. Sjálfur reyndi að gera allt til að láta einhvern segja við mig að þetta væri ekki vandamálið. Ég hoppaði á milli sálfræðinga, geðlækna og stelpna og beið eftir því að einhver myndi segja við mig að þetta væri vandamálið þrátt fyrir að ég vissi það innst inni. Mér fannst samt ekki endilega svo erfitt að biða um hjálp. Þegar örvæntingin var orðin það mikil þurfti ég bara að viðurkenna þetta.“Hefurðu einhver ráð handa þessum hóp?„Fyrir mitt leyti þá fólst sigurinn í uppgjöfinni. Að fá allt upp á borðið og að viðurkenna það sem ég í raun vissi. Maður var alltaf að passa upp á að líta vel út á samfélagsmiðlum og að vera með flott Instagram. Sigurinn felst í því að gefast upp fyrir sjálfum sér. Frá því að ég gerði það þá er svo þungu fargi af mér létt,“ segir Orri sem einbeitir sér aðallega að tvennu þessa dagana, vinnunni og því að hjálpa öðrum en umfram allt, tekur hann einn dag í einu.Hér að neðan er hægt að lesa frásögn Orra í heild sinni.
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira