Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 19:30 Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira