Kvartar til umboðsmanns og óskar rökstuðnings ráðherra Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. mars 2018 14:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni. Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni.
Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira