Skipuð landlæknir fyrst kvenna Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2018 16:03 Alma Dagbjört Möller. Vísir/GVA Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Ölmu Dagbjörtu Möller nýjan landlækni frá 1. apríl næstkomandi, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Alma verður fyrst kvenna til að gegna þessu embætti hér á landi. Umsækjendur um stöðuna voru sex og var Alma önnur tveggja sem lögskipuð hæfnisnefnd mat hæfasta. Alma er með sérfræðiviðurkenningu og doktorsgráðu í svæfinga- og gjörgæslulækningum, meistarapróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu og sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun. Hún hefur frá árinu 2014 verið framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala háskólasjúkrahúss og um árabil var hún yfirlæknir á gjörgæsludeildum Landspítalans í Fossvogi og við Hringbraut. Á árunum 1999 – 2002 starfaði Alma við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og gegndi þar stjórnunarstörfum á svæfingadeildum, auk þess að starfa sem sérfræðingur á gjörgæsludeild barna við sjúkrahúsið. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Alma mjög vel skilyrði starfsins um læknisfræðimenntun, þekkingu á sviði lýðheilsu, kröfum um víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar í heilbrigðisþjónustu og reynslu af rekstri og stefnumótun. „Ferill hennar ber vitni um metnað, leiðtogahæfileika, leikni í mannlegum samskiptum og færni í að koma sýn og stefnu í framkvæmd, oft við flóknar aðstæður,“ segir í mati nefndarinnar. Þar segir einnig að Alma sé reynslumikill og farsæll stjórnandi með góða innsýn og reynslu af rekstri. Hún leggi mikla áherslu á gæða- og öryggismál og noti hugmyndafræði gæðastjórnunar í störfum sínum. Yfirsýn og þekking hennar á heilbrigðiskerfinu sé afar góð og hún hafi skýra og metnaðarfulla sýn á hlutverk og þróun Embættis landlæknis. Skipað er í embætti landlæknis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu að fengnu mati hæfnisnefndar sem starfar á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu. Skipunartíminn er fimm ár. Landlæknir skal hafa sérmenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Heilbrigðismál Vistaskipti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Ölmu Dagbjörtu Möller nýjan landlækni frá 1. apríl næstkomandi, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Alma verður fyrst kvenna til að gegna þessu embætti hér á landi. Umsækjendur um stöðuna voru sex og var Alma önnur tveggja sem lögskipuð hæfnisnefnd mat hæfasta. Alma er með sérfræðiviðurkenningu og doktorsgráðu í svæfinga- og gjörgæslulækningum, meistarapróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu og sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun. Hún hefur frá árinu 2014 verið framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala háskólasjúkrahúss og um árabil var hún yfirlæknir á gjörgæsludeildum Landspítalans í Fossvogi og við Hringbraut. Á árunum 1999 – 2002 starfaði Alma við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og gegndi þar stjórnunarstörfum á svæfingadeildum, auk þess að starfa sem sérfræðingur á gjörgæsludeild barna við sjúkrahúsið. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Alma mjög vel skilyrði starfsins um læknisfræðimenntun, þekkingu á sviði lýðheilsu, kröfum um víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar í heilbrigðisþjónustu og reynslu af rekstri og stefnumótun. „Ferill hennar ber vitni um metnað, leiðtogahæfileika, leikni í mannlegum samskiptum og færni í að koma sýn og stefnu í framkvæmd, oft við flóknar aðstæður,“ segir í mati nefndarinnar. Þar segir einnig að Alma sé reynslumikill og farsæll stjórnandi með góða innsýn og reynslu af rekstri. Hún leggi mikla áherslu á gæða- og öryggismál og noti hugmyndafræði gæðastjórnunar í störfum sínum. Yfirsýn og þekking hennar á heilbrigðiskerfinu sé afar góð og hún hafi skýra og metnaðarfulla sýn á hlutverk og þróun Embættis landlæknis. Skipað er í embætti landlæknis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu að fengnu mati hæfnisnefndar sem starfar á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu. Skipunartíminn er fimm ár. Landlæknir skal hafa sérmenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar.
Heilbrigðismál Vistaskipti Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent