Lenti á öðrum hreyflinum í Goose Bay eftir að bilun kom upp Gissur Sigurðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 6. mars 2018 12:39 Flugvél frá Icelandair er væntanleg til Goose Bay á Nýfundnalandi nú í hádeginu, með flugvirkja og varahluti um borð, eftir að vél frá félaginu varð að lenda þar á öðrum hreyflinum í gærkvöldi, vegna vélarbilunar. Vélin var á leiðinni til Denver frá Keflavík en þegar flugmenn sáu vísbendingar um bilun, var þegar ákveðið að lenda á næsta velli, sem var Goose Bay. Flugmennirnir drápu á öðrum hreyflinum fyrir lendingu, en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ekki hafi orðið hættuástand um borð. „Nei, þetta gekk í rauninni allt saman í samræmi við áætlanir og vinnufyrirkomulag. Það eru ekki aðstæður til viðgerðar í Goose Bay, hvorki eru þar flugvirkjar eða varahlutir fyrir okkar vélar þannig að farþegum var komið fyrir í gistingu í nótt og ákveðið að senda aðra vél,“ segir Guðjón. Hann segir ekki vitað hversu alvarleg bilunin er. „Ég held reyndar að hún sé ekki mjög alvarleg þannig að við gerum ráð fyrir að vélin fljúgi hingað heim von bráðar.“ Farþegarnir sem gistu í Goose Bay fljúga til Denver í dag með vél Icelandair sem kemur með varahlutina. Aðspurður hvort það sé aðstaða á vellinum í Denver til að taka vélina inn í skýli og þess háttar segir Guðjón: „Þetta er þokkalega stór flugvöllur en hann er fyrst og fremst hernaðarmannvirki og reyndar oft notaður þegar þarf að taka eldsneyti í miklum mótvindi og þess háttar. Aðstæður þarna eru alveg þokkalegar en þetta er ekki stórborg, þetta er smábær.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Flugvél frá Icelandair er væntanleg til Goose Bay á Nýfundnalandi nú í hádeginu, með flugvirkja og varahluti um borð, eftir að vél frá félaginu varð að lenda þar á öðrum hreyflinum í gærkvöldi, vegna vélarbilunar. Vélin var á leiðinni til Denver frá Keflavík en þegar flugmenn sáu vísbendingar um bilun, var þegar ákveðið að lenda á næsta velli, sem var Goose Bay. Flugmennirnir drápu á öðrum hreyflinum fyrir lendingu, en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ekki hafi orðið hættuástand um borð. „Nei, þetta gekk í rauninni allt saman í samræmi við áætlanir og vinnufyrirkomulag. Það eru ekki aðstæður til viðgerðar í Goose Bay, hvorki eru þar flugvirkjar eða varahlutir fyrir okkar vélar þannig að farþegum var komið fyrir í gistingu í nótt og ákveðið að senda aðra vél,“ segir Guðjón. Hann segir ekki vitað hversu alvarleg bilunin er. „Ég held reyndar að hún sé ekki mjög alvarleg þannig að við gerum ráð fyrir að vélin fljúgi hingað heim von bráðar.“ Farþegarnir sem gistu í Goose Bay fljúga til Denver í dag með vél Icelandair sem kemur með varahlutina. Aðspurður hvort það sé aðstaða á vellinum í Denver til að taka vélina inn í skýli og þess háttar segir Guðjón: „Þetta er þokkalega stór flugvöllur en hann er fyrst og fremst hernaðarmannvirki og reyndar oft notaður þegar þarf að taka eldsneyti í miklum mótvindi og þess háttar. Aðstæður þarna eru alveg þokkalegar en þetta er ekki stórborg, þetta er smábær.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46