Innlent

For­dæma seina­gang Vega­gerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eld­vatn

Gissur Sigurðsson skrifar
Hlaupvatnið gróf fimmtán metra skák úr austurbakkanum þannig að undirstaða brúarinnar stóð að stórum hluta í lausu lofti.
Hlaupvatnið gróf fimmtán metra skák úr austurbakkanum þannig að undirstaða brúarinnar stóð að stórum hluta í lausu lofti. Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fordæmir seinagang Vegagerðarinnar vegna þeirra tafa sem orðið hafa á uppbyggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Ása, en nú eru liðin þrjú ár síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi, segir í bókun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í gær.

Sveitarstjórn hvetur Vegagerðina til að ljúka við gerð nýs útboðs sem allra fyrst og óskar eftir formlegum skýringum á þeim töfum, sem orðið hafa, og ætlar að upplýsa þingmenn og samgönguráðherra um málið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.