Susan Polgar minnist Bobby Fischer með hlýhug á 75 ára afmæli hans Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 20:30 Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Skák Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Skák Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira