Skiptinemi lærði íslensku á örskömmum tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 20:00 Sautján ára ítalskur skiptinemi sem hefur verið hér á landi í rúma fimm mánuði neitar að tjá sig á öðru máli en íslensku og hefur náð góðum tökum á tungumálinu. Hann sér ekki fram á að nota íslenskuna mikið í framtíðinni en segir skemmilegt að kunna tungumál fámennrar þjóðar. Arturo Batistoni er frá Flórens á Ítalíu en kom til Íslands í lok ágúst á vegum AFS-skiptinemasamtakanna og stundar nám í Verzlunarskóla Íslands þar til í vor. Skiljanlega hafði hann lítið spáð í íslensku áður en hann kom til landsins. „Ég kunni bara að segja góðan daginn og góða nótt," segir Arturo glettinn. Þar sem dag íslenskrar tungu bar upp í nóvember ákvað Arturo í samráði við fósturforeldra sína að tala einungis íslensku í mánuðinum. Það gekk vel og var því ákveðið að leggja enskunni alfarið. „Þegar ég fer í búðina tala ég alltaf íslensku og í skólanum líka. Í byrjun talaði ég ekki góða íslensku en núna held ég að ég tali góða íslensku. Ef þú byrjar aldrei, kemur það aldrei," segir Artur nokkuð ánægður með árangurinn.Arturo ásamt Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem er frá Flórens líkt og Arturo.Hann gerir þó ekki ráð fyrir að hafa mikil not fyrir tungumálið í framtíðinni. „Nei ég held ekki," segir hann og hlær. „Bara þegar ég kem til Íslands. Nema bara til að segja að ég kunni íslensku. En það er gott að kunna tungumál sem bara nokkrir þekkja." Móðir Arturo er jarðfræðingur á Ítalíu og hafði starfsins vegna mikinn áhuga á Íslandi. Var það meginástæða þess að Artuo ákvað að koma til landsins. Sjálfur er hann orðinn nokkuð hrifinn af landi og þjóð. „Það er spennandi að vera á Íslandi og spennandi veður. Þetta er frábært land, alveg frábært land," segir Arturo. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Sautján ára ítalskur skiptinemi sem hefur verið hér á landi í rúma fimm mánuði neitar að tjá sig á öðru máli en íslensku og hefur náð góðum tökum á tungumálinu. Hann sér ekki fram á að nota íslenskuna mikið í framtíðinni en segir skemmilegt að kunna tungumál fámennrar þjóðar. Arturo Batistoni er frá Flórens á Ítalíu en kom til Íslands í lok ágúst á vegum AFS-skiptinemasamtakanna og stundar nám í Verzlunarskóla Íslands þar til í vor. Skiljanlega hafði hann lítið spáð í íslensku áður en hann kom til landsins. „Ég kunni bara að segja góðan daginn og góða nótt," segir Arturo glettinn. Þar sem dag íslenskrar tungu bar upp í nóvember ákvað Arturo í samráði við fósturforeldra sína að tala einungis íslensku í mánuðinum. Það gekk vel og var því ákveðið að leggja enskunni alfarið. „Þegar ég fer í búðina tala ég alltaf íslensku og í skólanum líka. Í byrjun talaði ég ekki góða íslensku en núna held ég að ég tali góða íslensku. Ef þú byrjar aldrei, kemur það aldrei," segir Artur nokkuð ánægður með árangurinn.Arturo ásamt Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem er frá Flórens líkt og Arturo.Hann gerir þó ekki ráð fyrir að hafa mikil not fyrir tungumálið í framtíðinni. „Nei ég held ekki," segir hann og hlær. „Bara þegar ég kem til Íslands. Nema bara til að segja að ég kunni íslensku. En það er gott að kunna tungumál sem bara nokkrir þekkja." Móðir Arturo er jarðfræðingur á Ítalíu og hafði starfsins vegna mikinn áhuga á Íslandi. Var það meginástæða þess að Artuo ákvað að koma til landsins. Sjálfur er hann orðinn nokkuð hrifinn af landi og þjóð. „Það er spennandi að vera á Íslandi og spennandi veður. Þetta er frábært land, alveg frábært land," segir Arturo.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira