Geldingar á grísum nær aflagðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 20:30 Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa bæst verulega að undanförnu. Í lok árs 2014 tók gildi ný reglugerð um velferð svína þar sem kveðið er á að um að öll dýr skuli deyfa eða svæfa fyrir sársaukafullar aðgerðir. Ákvæðinu var einna helst ætlað að koma í veg fyrir geldingar án deyfingar. Geldingarnar eru stundaðar við nær allan svínabúskap í heiminum til að koma í veg fyrir svokallaða galtarlykt af svínakjöti sem fellur neytendum ekki í geð. Í dag, rúmum tveimur árum síðar, eru geldingar nær aflagðar og um 99% grísa á Íslandi eru í staðinn bólusettir gegn galtarlykt. Þróunin hefur verið hröfð þar sem hlutfallið var um 50% í upphafi síðasta árs.Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.„Þetta er algjör bylting og ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem hefur náð þessum árangri; að hætta að gelda og fara að bólusetja," segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir þetta mikið framfaramál í dýravelferð. „Því að bólusetningin er miklu vænlegri kostur fyrir dýrið. Miklu minna inngrip og velferð þeirra eru miklu betur borgið þannig," segir Sigurborg. Í sömu reglugerð var bændum gefinn tíu ára frestur til að til að hætta básahaldi og koma svínum í lausagöngu. Í lok síðasta árs voru 2/3 hluti af gyltum landsins komnar í lausagöngu á fangtíma en allir svínabændur hafa lagt fram útbótaáætlanir sem Matvælastofnun hefur samþykkt.Fyrir um tveimur árum vöktu myndir er sýndu slæman aðbúnað íslenskra svína mikla athygli en þar mátti til dæmis sjá gyltur í of þröngum básum. Sigurborg telur að svínabændur séu farnir að sinna athugasemdum betur vegna aukinnar umræðu um dýravelferð. „Á síðasta ári fórum við í 25 eftirlitsferðir á 20 staði og auðvitað voru gerðar athugasemdir, ég segi ekki á öllum stöðum en það var oft. En það er ekkert sem hefur ekki verið bætt úr. Þannig við höfum ekki þurft að fara í þvinganir," segir Sigurborg. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa bæst verulega að undanförnu. Í lok árs 2014 tók gildi ný reglugerð um velferð svína þar sem kveðið er á að um að öll dýr skuli deyfa eða svæfa fyrir sársaukafullar aðgerðir. Ákvæðinu var einna helst ætlað að koma í veg fyrir geldingar án deyfingar. Geldingarnar eru stundaðar við nær allan svínabúskap í heiminum til að koma í veg fyrir svokallaða galtarlykt af svínakjöti sem fellur neytendum ekki í geð. Í dag, rúmum tveimur árum síðar, eru geldingar nær aflagðar og um 99% grísa á Íslandi eru í staðinn bólusettir gegn galtarlykt. Þróunin hefur verið hröfð þar sem hlutfallið var um 50% í upphafi síðasta árs.Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.„Þetta er algjör bylting og ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem hefur náð þessum árangri; að hætta að gelda og fara að bólusetja," segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir þetta mikið framfaramál í dýravelferð. „Því að bólusetningin er miklu vænlegri kostur fyrir dýrið. Miklu minna inngrip og velferð þeirra eru miklu betur borgið þannig," segir Sigurborg. Í sömu reglugerð var bændum gefinn tíu ára frestur til að til að hætta básahaldi og koma svínum í lausagöngu. Í lok síðasta árs voru 2/3 hluti af gyltum landsins komnar í lausagöngu á fangtíma en allir svínabændur hafa lagt fram útbótaáætlanir sem Matvælastofnun hefur samþykkt.Fyrir um tveimur árum vöktu myndir er sýndu slæman aðbúnað íslenskra svína mikla athygli en þar mátti til dæmis sjá gyltur í of þröngum básum. Sigurborg telur að svínabændur séu farnir að sinna athugasemdum betur vegna aukinnar umræðu um dýravelferð. „Á síðasta ári fórum við í 25 eftirlitsferðir á 20 staði og auðvitað voru gerðar athugasemdir, ég segi ekki á öllum stöðum en það var oft. En það er ekkert sem hefur ekki verið bætt úr. Þannig við höfum ekki þurft að fara í þvinganir," segir Sigurborg.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira