Smölun fyrir forval VG þótt einn vilji 1. sætið Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. febrúar 2018 09:00 Líf Magneudóttir tók við oddvitasætinu hjá VG á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. Hún varð líka forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton Brink Þrátt fyrir að einungis einn frambjóðandi óski eftir fyrsta sætinu í forvali VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar hefur fólki verið smalað í flokkinn í aðdraganda þess. Forvalið fer fram rafrænt í dag og stendur kosningin til klukkan 17. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. „Það voru úrsagnir og svo því sé nú haldið til haga þá voru þær hátt í 200 í kringum ríkisstjórnarmyndunina, en síðan hefur verið sígandi lukka. Svo var smölun í kringum forvalið og hún stóð til 14. og var frekar massív,“ segir hún.Ingvar Mar Jónsson flugstjóriBjörg Eva tekur fram að félagatalið sé mjög lifandi. Þess hafi jafnvel verið dæmi að fólk hafi skráð sig í flokkinn í kringum stjórnarmyndunina. Félagsmenn í VG eru núna rétt rúmlega 6.000 á landinu öllu og af þeim hafa rúmlega 2.500 þátttökurétt í forvalinu. Fram kom um síðustu helgi að félagar í flokknum hafa aldrei verið fleiri. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er eini frambjóðandinn sem óskar eftir fyrsta sætinu. Hún segir engu að síður mikilvægt að þátttaka í prófkjörinu verði góð og að hún fái afgerandi kosningu í sætið. Líf tók við oddvitasætinu á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. „Það er gott að halda því til haga að ég er ekki kjörin oddviti flokksins og er að sækja umboð mitt til flokksins sem oddviti núna í fyrsta sætið,“ segir Líf. Tveir frambjóðendur biðja um annað sæti í prófkjörinu, en það eru þau Elín Oddný Sigurðardóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi gefur þó kost á sér í 2. til 4. sæti. Mesta keppnin er hins vegar um þriðja sætið, þar sem fimm frambjóðendur sækjast eftir því. Listi Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar var birtur í fyrradag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, verður í fyrsta sæti. „Áherslan verður fyrst og fremst í menntamálum. Við viljum hækka laun kennara og forgangsraða þannig. Setja kennarana á stall fyrir börnin,“ segir Ingvar. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis einn frambjóðandi óski eftir fyrsta sætinu í forvali VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar hefur fólki verið smalað í flokkinn í aðdraganda þess. Forvalið fer fram rafrænt í dag og stendur kosningin til klukkan 17. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. „Það voru úrsagnir og svo því sé nú haldið til haga þá voru þær hátt í 200 í kringum ríkisstjórnarmyndunina, en síðan hefur verið sígandi lukka. Svo var smölun í kringum forvalið og hún stóð til 14. og var frekar massív,“ segir hún.Ingvar Mar Jónsson flugstjóriBjörg Eva tekur fram að félagatalið sé mjög lifandi. Þess hafi jafnvel verið dæmi að fólk hafi skráð sig í flokkinn í kringum stjórnarmyndunina. Félagsmenn í VG eru núna rétt rúmlega 6.000 á landinu öllu og af þeim hafa rúmlega 2.500 þátttökurétt í forvalinu. Fram kom um síðustu helgi að félagar í flokknum hafa aldrei verið fleiri. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er eini frambjóðandinn sem óskar eftir fyrsta sætinu. Hún segir engu að síður mikilvægt að þátttaka í prófkjörinu verði góð og að hún fái afgerandi kosningu í sætið. Líf tók við oddvitasætinu á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. „Það er gott að halda því til haga að ég er ekki kjörin oddviti flokksins og er að sækja umboð mitt til flokksins sem oddviti núna í fyrsta sætið,“ segir Líf. Tveir frambjóðendur biðja um annað sæti í prófkjörinu, en það eru þau Elín Oddný Sigurðardóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi gefur þó kost á sér í 2. til 4. sæti. Mesta keppnin er hins vegar um þriðja sætið, þar sem fimm frambjóðendur sækjast eftir því. Listi Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar var birtur í fyrradag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, verður í fyrsta sæti. „Áherslan verður fyrst og fremst í menntamálum. Við viljum hækka laun kennara og forgangsraða þannig. Setja kennarana á stall fyrir börnin,“ segir Ingvar.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira