Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að íslensk hús eigi að geta staðist „þessi svakalegu rok“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 18:45 Lofttúðan lenti fimm metrum frá sjö ára stúlku. Facebook/Kristófer Helgason Mannvirkjastofnun ætlar að skoða aðstæðurnar þar sem stór lofttúða fauk fram af þaki 12 hæða fjölbýlishúss í Kópavogi á dögunum. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að útfrá myndunum sem birtust á Vísi í gær sé augljóst að lofttúðan sé hluti af mannvirkinu, eigi að vera hluti af byggingunni. Lofttúðan lenti aðeins nokkrum metrum frá sjö ára barni á bílaplaninu við húsið. „Það að hún fjúki síðan af er alvarlegt mál. Það er alveg jafn mikil hætta ef lausamunir eru að fjúka eins og grill,“ sagði Björn í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Í þessu tilfelli er þetta byggingahlutur sem á að vera alveg fastur og íslensk hús eiga að geta staðist þessi svakalegu rok sem geta komið hér upp.“ Mannvirkjastofnun segir að ljóst að í þessu atviki hafi orðið tjón sem hafi verið til þess fallið að skapa hættu. Verður farið yfir teikningar og annað til þess að komast að því hvað gerðist. Björn segir að einnig verði húsfélag byggingarinnar hvatt til að láta gera skoðun á öðrum lofttúðum byggingarinnar. „Þarna hefur greinilega eitthvað farið úrskeiðis.“ Björn nýtti þetta tækifæri til þess að hvetja húsfélög, þá sérstaklega háhýsa, til að skoða túður og annað sem stendur upp úr þökum sem verða fyrir stormum eins og þeim sem hafa núna gengið yfir landið. „Til að skoða hvort hlutir séu ekki örugglega fastir.“ Eins og kom fram á Vísi í gær kom fram tæring í festingum lofttúðunnar sem losnaði í Kópavogi en Mannvirkjaskoðun mun skoða málið nánar. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með teikningum og byggingarferlinu en ber þó ekki ábyrgð á svona tjóni. „Samkvæmt lögum er það alltaf eigandi hússins, eða mögulega rekstaraðili, sem á að sjá til þess að þannig hannað og byggt að svona lagað geti ekki gerst. Þannig að ábyrgðin er alltaf á eigandanum.“ Tengdar fréttir Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Mannvirkjastofnun ætlar að skoða aðstæðurnar þar sem stór lofttúða fauk fram af þaki 12 hæða fjölbýlishúss í Kópavogi á dögunum. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að útfrá myndunum sem birtust á Vísi í gær sé augljóst að lofttúðan sé hluti af mannvirkinu, eigi að vera hluti af byggingunni. Lofttúðan lenti aðeins nokkrum metrum frá sjö ára barni á bílaplaninu við húsið. „Það að hún fjúki síðan af er alvarlegt mál. Það er alveg jafn mikil hætta ef lausamunir eru að fjúka eins og grill,“ sagði Björn í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Í þessu tilfelli er þetta byggingahlutur sem á að vera alveg fastur og íslensk hús eiga að geta staðist þessi svakalegu rok sem geta komið hér upp.“ Mannvirkjastofnun segir að ljóst að í þessu atviki hafi orðið tjón sem hafi verið til þess fallið að skapa hættu. Verður farið yfir teikningar og annað til þess að komast að því hvað gerðist. Björn segir að einnig verði húsfélag byggingarinnar hvatt til að láta gera skoðun á öðrum lofttúðum byggingarinnar. „Þarna hefur greinilega eitthvað farið úrskeiðis.“ Björn nýtti þetta tækifæri til þess að hvetja húsfélög, þá sérstaklega háhýsa, til að skoða túður og annað sem stendur upp úr þökum sem verða fyrir stormum eins og þeim sem hafa núna gengið yfir landið. „Til að skoða hvort hlutir séu ekki örugglega fastir.“ Eins og kom fram á Vísi í gær kom fram tæring í festingum lofttúðunnar sem losnaði í Kópavogi en Mannvirkjaskoðun mun skoða málið nánar. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með teikningum og byggingarferlinu en ber þó ekki ábyrgð á svona tjóni. „Samkvæmt lögum er það alltaf eigandi hússins, eða mögulega rekstaraðili, sem á að sjá til þess að þannig hannað og byggt að svona lagað geti ekki gerst. Þannig að ábyrgðin er alltaf á eigandanum.“
Tengdar fréttir Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent