Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 22:28 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum. Fréttir af flugi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum.
Fréttir af flugi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira