Innlent

Áfram nötrar jörð í Grímsey

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hundruð skjálfta hafa mælst í Grímsey frá áramótum.
Hundruð skjálfta hafa mælst í Grímsey frá áramótum. Vísir/Pjetur
Tugir skjálfta hafa riðið yfir Grímsey síðastliðinn sólarhring. Þrátt fyrir að flestir þeirra hafa verið um og yfir 1 stig að stærð hafa tveir skjálftar mælst stærri en 3 stig.

Annar þessara skjálfta mældist á sjöunda tímanum í gærkvöldi en hinn um klukkan 1 í nótt. Flestir skjálftanna hafa átt upptök sín á um tveggja til tíu kílómetra dýpi austnorðaustur af eyjunni.

Skjálftahrinan stendur enn yfir við Grímsey en jörð hefur nötrað þar nokkuð reglulega síðan í janúar. Fjöldi skjálfta í sem mælst hafa við eyjuna frá áramótum hlaupa á hundruðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×