Sunddrottning gæti orðið dansdrottning Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2018 11:26 Hrafnhildur Lúthersdóttir kann svo sannarlega að synda, en getur hún dansað? Það mun koma í ljós í þáttunum. Vísir/Stefán Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. „Mér líst ótrúlega vel á að taka þátt og hlakka rosalega mikið til!“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Hrafnhildur er ein fremsta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Hrafnhildur er aðeins 26 ára, en hún varð í 2. sæti í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2016. Hún hafnaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Þá varð Hrafnhildur fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug. „Ég hef enga dansreynslu þannig séð en ég er ekki feimin við að henda mér út á dansgólfið þegar það er tækifæri til,“ segir Hrafnhildur á léttum nótum. Hvort það verði Hrafnhildur eða einhver hinna níu þjóðþekktu Íslendinga sem mun standa uppi sem sigurvegari í vor á eftir að koma í ljós. Hún er í það minnsta klár í slaginn. „Ég er ekki stressuð, allavega ekki ennþá, bara spennt!“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, annar kynna þáttarins, ræddi þættina í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Allir geta dansað Dans Tengdar fréttir Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. 13. febrúar 2018 20:50 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. „Mér líst ótrúlega vel á að taka þátt og hlakka rosalega mikið til!“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Hrafnhildur er ein fremsta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Hrafnhildur er aðeins 26 ára, en hún varð í 2. sæti í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2016. Hún hafnaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Þá varð Hrafnhildur fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug. „Ég hef enga dansreynslu þannig séð en ég er ekki feimin við að henda mér út á dansgólfið þegar það er tækifæri til,“ segir Hrafnhildur á léttum nótum. Hvort það verði Hrafnhildur eða einhver hinna níu þjóðþekktu Íslendinga sem mun standa uppi sem sigurvegari í vor á eftir að koma í ljós. Hún er í það minnsta klár í slaginn. „Ég er ekki stressuð, allavega ekki ennþá, bara spennt!“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, annar kynna þáttarins, ræddi þættina í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun.
Allir geta dansað Dans Tengdar fréttir Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. 13. febrúar 2018 20:50 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Sjá meira
Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. 13. febrúar 2018 20:50