Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. febrúar 2018 12:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með sölunni hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29