Lækkun launa afvopni ekki stéttarfélög Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Vísir/Anton Brink „Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira