Vilja leita allra leiða til að fá tæplega fimmtug hjón borin út úr blokk ætlaðri fimmtíu ára og eldri Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2018 16:59 Fundarboðið hefur farið víða á Facebook. Vísir/Facebook/Ja.is Næstkomandi miðvikudag fer fram nokkuð umdeildur húsfundur í Grindavík þar sem rætt verður hvort þremur íbúum verður vísað úr fjölbýlishúsinu að Suðurhópi 1 fyrir það að vera ekki orðin fimmtíu ára gömul. Fundarboðið hefur gengið um Facebook og málið hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum, sér í lagi sökum þess að öðrum af eigendum íbúðarinnar barst fundarboðið degi fyrir útför bróður hans. Um er að ræða hjón og son þeirra. Maðurinn, Ingvar Guðjónsson, verður fimmtíu ára á næsta ára og eiginkona hans Steinunn Óskarsdóttir verður fimmtíu ára í september næstkomandi. Nítján ára piltur þeirra býr hjá þeim og verður honum einnig vísað úr blokkinni fari svo að málið verði tekið alla leið af húsfélaginu.Vilja að lögmanni verði falið að leita allra leiða Á húsfundinum verður borin upp sú tillaga að fela hæstaréttarlögmanninum Auði Björgu Jónsdóttur að gæta hagsmuna húsfélagsins vegna kaupa Ingvar og Steinunnar á íbúð í húsinu vegna þess að hjónin eru ekki orðin 50 ára gömul. Er það sagt brjóta gegn kvöð samkvæmt þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og húsreglum. Það sama eigi við um dvöl sonar þeirra í íbúðinni. Verði tillagan samþykkt skal lögmanninum falið að leita allra leiða til að skylda viðkomandi aðila til að rýma eignina og selja hana, eða fá þau borin út með atbeina dómstóla og sýslumanns ef þörf krefur. Þá verður einnig borin upp sú tillaga að leggja bann við búsetu og dvöl Ingvars og Steinunnar og sonar þeirra í húsinu á grundvelli 55. greinar fjöleignarhúsalaga því afnot þeirra sé brot gegn húsreglum og eignaskiptayfirlýsingu hússins.Fordæmi fyrir málinu Auður Björg segir í samtali við Vísi að málið eigi sér fordæmi í öðrum sambærilegum málum, sem til að mynda hafa farið fyrir kærunefnd húsamála. Þar er til að mynda að finna eitt mál þar sem eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi, sem er ætlað fimmtíu ára og eldri, væri bannað að leiga út eða lána íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Í öðru máli var eiganda einnig óheimil að lána eða leigja út íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Auður bendir á að málið sé á algjöru byrjunarstigi og geti allt eins farið svo að tillagan verði felld á húsfundinum á miðvikudag. Ef málið hins vegar fer alla leið geti farið svo að það fari til úrskurðar hjá héraðsdómi. Ef héraðsdómur fellst á útburð þá sé hægt að leita til sýslumanns til að fá þeim úrskurði framfylgt.Vissulega óheppileg tímasetning Auður segir jafnframt við Vísi að í sölulýsingu á eigninni hafi komið skýrt fram að hún var aðeins ætluð fimmtíu ára og eldri. Gagnrýnt hefur verið á samfélagsmiðlum að Ingvari hafi borist fundarboðið degi fyrir útför bróður síns, en Auður segir tímasetninguna vissulega óheppilega og stjórnarmönnum þótti það mjög miður þegar þeir komust að þeim harmi sem Ingvar hafði orðið fyrir. Auður segir hins vegar að málið sé ekki að koma upp fyrst núna, það hafi verið rætt áður á húsfundi og tilkynning hafi verið send á seljanda með ábyrgðarpósti fyrir sölu og bæði fasteignasala og kaupanda hafi verið bent á það. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Næstkomandi miðvikudag fer fram nokkuð umdeildur húsfundur í Grindavík þar sem rætt verður hvort þremur íbúum verður vísað úr fjölbýlishúsinu að Suðurhópi 1 fyrir það að vera ekki orðin fimmtíu ára gömul. Fundarboðið hefur gengið um Facebook og málið hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum, sér í lagi sökum þess að öðrum af eigendum íbúðarinnar barst fundarboðið degi fyrir útför bróður hans. Um er að ræða hjón og son þeirra. Maðurinn, Ingvar Guðjónsson, verður fimmtíu ára á næsta ára og eiginkona hans Steinunn Óskarsdóttir verður fimmtíu ára í september næstkomandi. Nítján ára piltur þeirra býr hjá þeim og verður honum einnig vísað úr blokkinni fari svo að málið verði tekið alla leið af húsfélaginu.Vilja að lögmanni verði falið að leita allra leiða Á húsfundinum verður borin upp sú tillaga að fela hæstaréttarlögmanninum Auði Björgu Jónsdóttur að gæta hagsmuna húsfélagsins vegna kaupa Ingvar og Steinunnar á íbúð í húsinu vegna þess að hjónin eru ekki orðin 50 ára gömul. Er það sagt brjóta gegn kvöð samkvæmt þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og húsreglum. Það sama eigi við um dvöl sonar þeirra í íbúðinni. Verði tillagan samþykkt skal lögmanninum falið að leita allra leiða til að skylda viðkomandi aðila til að rýma eignina og selja hana, eða fá þau borin út með atbeina dómstóla og sýslumanns ef þörf krefur. Þá verður einnig borin upp sú tillaga að leggja bann við búsetu og dvöl Ingvars og Steinunnar og sonar þeirra í húsinu á grundvelli 55. greinar fjöleignarhúsalaga því afnot þeirra sé brot gegn húsreglum og eignaskiptayfirlýsingu hússins.Fordæmi fyrir málinu Auður Björg segir í samtali við Vísi að málið eigi sér fordæmi í öðrum sambærilegum málum, sem til að mynda hafa farið fyrir kærunefnd húsamála. Þar er til að mynda að finna eitt mál þar sem eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi, sem er ætlað fimmtíu ára og eldri, væri bannað að leiga út eða lána íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Í öðru máli var eiganda einnig óheimil að lána eða leigja út íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Auður bendir á að málið sé á algjöru byrjunarstigi og geti allt eins farið svo að tillagan verði felld á húsfundinum á miðvikudag. Ef málið hins vegar fer alla leið geti farið svo að það fari til úrskurðar hjá héraðsdómi. Ef héraðsdómur fellst á útburð þá sé hægt að leita til sýslumanns til að fá þeim úrskurði framfylgt.Vissulega óheppileg tímasetning Auður segir jafnframt við Vísi að í sölulýsingu á eigninni hafi komið skýrt fram að hún var aðeins ætluð fimmtíu ára og eldri. Gagnrýnt hefur verið á samfélagsmiðlum að Ingvari hafi borist fundarboðið degi fyrir útför bróður síns, en Auður segir tímasetninguna vissulega óheppilega og stjórnarmönnum þótti það mjög miður þegar þeir komust að þeim harmi sem Ingvar hafði orðið fyrir. Auður segir hins vegar að málið sé ekki að koma upp fyrst núna, það hafi verið rætt áður á húsfundi og tilkynning hafi verið send á seljanda með ábyrgðarpósti fyrir sölu og bæði fasteignasala og kaupanda hafi verið bent á það.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira