Innlent

Ellefu bjóða sig fram í forvali VG í borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA
Framboðsfrestur í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar 28. maí næstkomandi rann út á miðnætti, en alls bárust kjörnefndinni ellefu framboð. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, býður sig ein fram til að leiða listans.

Í tilkynningu frá kjörnefnd kemur frma að forvalið fari fram laugardaginn 24. febrúar næstkomandi.

„Kjörnefnd bárust eftirfarandi framboð:

Björn Teitsson, blaðamaður, býður sig fram í 3. sæti.

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, býður sig fram í 2. sæti.

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari, býður sig fram í 3.-5. sæti.

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi, býður sig fram í 2-4. sæti.

Hermann Valsson, grunnskólakennari, býður sig fram í 3. sæti.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona, býður sig fram í 4. sæti.

Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður, býður sig fram í 4-5. sæti.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, býður sig fram í 1. sæti.

Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur, býður sig fram í 4.-5. sæti.

René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, býður sig fram í 4. sæti.

Þorsteinn V. Einarsson, æskulýðsfulltrúi, býður sig fram í 3. sæti,“ segir í tilkynningunni.

Sóley Tómasdóttir leiddi lista Vinstri grænna fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar árið 2014. Sóley hætti í borgarstjórn á miðju kjörtímbili og varð Líf Magneudóttir þá leiðtogi flokksins í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×