Innlent

Myndir af björguninni í Fiská

Samúel Karl Ólason skrifar
Fimm manns var bjargað af þaki bíls sem fór niður um klaka í Fiská fyrir ofan Vatnsdal í dag. Fólkinu tókst að koma sér úr bílnum sem það var í og upp á þak. Landsbjörg hefur nú sent frá sér myndir af björguninni.

Eins og sjá má á myndunum sökk bíllinn verulega en ekkert þeirra sem var í honum slasaðist. Þrjár björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Selfossi voru kallaðar út og sérþjálfað fólk í straumvatnsbjörgun sent á staðinn.

Landsbjörg
Landsbjörg

Tengdar fréttir

Þyrlan lenti á grasflöt við Eiðsgranda vegna veðurs

Flugmenn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, neyddust til þess að lenda þyrlunni á grasflöt við Eiðsgranda vegna veðurs. Dimmur éljabakki gerði þeim ókleyft að lenda á Reykjavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×