Innlent

Myndir af björguninni í Fiská

Samúel Karl Ólason skrifar

Fimm manns var bjargað af þaki bíls sem fór niður um klaka í Fiská fyrir ofan Vatnsdal í dag. Fólkinu tókst að koma sér úr bílnum sem það var í og upp á þak. Landsbjörg hefur nú sent frá sér myndir af björguninni.

Eins og sjá má á myndunum sökk bíllinn verulega en ekkert þeirra sem var í honum slasaðist. Þrjár björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Selfossi voru kallaðar út og sérþjálfað fólk í straumvatnsbjörgun sent á staðinn.

Landsbjörg
Landsbjörg

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.