Gera hlé á Landsréttarmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2018 13:53 Sigríður Andersen á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna Landsréttarmálsins. Vísir/Eyþór Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13