Óvissa ríkir um afnám vasapeningakerfis Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:00 Nýr ráðherra félagsmála vill kanna afrakstur starfshóps sem var skipaður fyrir tæpum tveimur árum. Vísir/eyþór Starfshópur um afnám vasapeninga hefur fundað sextán sinnum frá því að hann var skipaður í maí 2016 af þáverandi ráðherra, Eygló Harðardóttur. Hann hefur ekki skilað skýrslu eða öðrum beinum afurðum vinnu sinnar. Starfshópnum var falið að útfæra og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag um greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og þremur fulltrúum frá velferðarráðuneytinu. Í svari frá velferðarráðuneytinu um afrakstur starfshópsins kemur fram að tilraunaverkefni um afnám vasapeningakerfis sé enn á undirbúningsstigi. „Haustið 2016 fundaði starfshópurinn með forstöðumönnum tveggja hjúkrunarheimila sem lýst höfðu áhuga á verkefninu, en vegna þess hve langt er um liðið er nauðsynlegt að kanna aftur hvort áhugi á þátttöku sé enn fyrir hendi. Því má segja að ekki liggi afdráttarlaust fyrir hvaða heimili muni taka þátt í tilraunaverkefninu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var ekki tilbúinn til að lýsa sýn sinni á verkefnið þegar spurt var eftir henni í fyrirspurn til ráðuneytisins og því ekki víst um afstöðu hans. „Félags- og jafnréttismálaráðherra er að kynna sér stöðu þessara mála og afla sér þekkingar á verkefninu og mun fjalla um afstöðu sína í svari við fyrirspurn sem beint hefur verið til hans á Alþingi um afnám vasapeningakerfis á dvalar- og hjúkrunarheimilum,“ segir í svari frá ráðuneytinu sem greindi einnig frá því að nýr ráðherra ætlaði sér að svara fyrirspurnum um verkefnið þann 29. janúar næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Starfshópur um afnám vasapeninga hefur fundað sextán sinnum frá því að hann var skipaður í maí 2016 af þáverandi ráðherra, Eygló Harðardóttur. Hann hefur ekki skilað skýrslu eða öðrum beinum afurðum vinnu sinnar. Starfshópnum var falið að útfæra og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag um greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og þremur fulltrúum frá velferðarráðuneytinu. Í svari frá velferðarráðuneytinu um afrakstur starfshópsins kemur fram að tilraunaverkefni um afnám vasapeningakerfis sé enn á undirbúningsstigi. „Haustið 2016 fundaði starfshópurinn með forstöðumönnum tveggja hjúkrunarheimila sem lýst höfðu áhuga á verkefninu, en vegna þess hve langt er um liðið er nauðsynlegt að kanna aftur hvort áhugi á þátttöku sé enn fyrir hendi. Því má segja að ekki liggi afdráttarlaust fyrir hvaða heimili muni taka þátt í tilraunaverkefninu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var ekki tilbúinn til að lýsa sýn sinni á verkefnið þegar spurt var eftir henni í fyrirspurn til ráðuneytisins og því ekki víst um afstöðu hans. „Félags- og jafnréttismálaráðherra er að kynna sér stöðu þessara mála og afla sér þekkingar á verkefninu og mun fjalla um afstöðu sína í svari við fyrirspurn sem beint hefur verið til hans á Alþingi um afnám vasapeningakerfis á dvalar- og hjúkrunarheimilum,“ segir í svari frá ráðuneytinu sem greindi einnig frá því að nýr ráðherra ætlaði sér að svara fyrirspurnum um verkefnið þann 29. janúar næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira