Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar: Ungmenni horfa mikið á klám og vilja meiri kynfræðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:00 Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Heilbrigðismál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira