Eru alltaf að finna sig upp á nýtt Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. janúar 2018 11:00 Daníel Ágúst og Biggi Veira eru aðeins tveir á þessari nýju plötu en segjast bara vera stærri fyrir vikið. Fréttablaðið/Ernir Rafsveitin goðsagnakennda GusGus gefur út sína tíundu breiðskífu þann 23. febrúar næstkomandi, eftir smá tafir, en platan hefur setið klár á hörðum diski síðan í sumar. Platan nefnist Lies are more flexible. Þann 9. febrúar er ætlunin að senda út endurhljóðblandanir af smáskífulagi sveitarinnar Featherlight, sem kom út fyrir stuttu, þar sem þýski plötusnúðurinn og pródúserinn Johannes Brecht verður meðal annars með remix.Þetta er ykkar tíunda plata, ekki satt? „Já, jú?… ætli það ekki. Ókei – þá er líklega verið að telja plötur sem voru gefnar út á Íslandi. Fyrsta platan, Gus Gus, það er verið að telja hana sér, en hún breyttist eiginlega í Polydistortion,“ segir Birgir Þórarinsson, Biggi Veira, óviss um hvort um sé að ræða tíundu plötuna í raun og veru, en á endanum komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta sé það, það hljómi líka betur. Biggi segist ekki ætla að fagna þessum tímamótum neitt sérstaklega enda sé hver einasta plata fagnaðarefni. Featherlight, fyrsta smáskífan, er draumkennt syntha-bað með sterkum GusGus brag, eðlilega, og það eru bara Biggi Veira og Daníel Ágúst sem koma að því lagi, og raunar allri plötunni í heild sinni.Má segja að þið séuð komnir aftur í ræturnar? „Við horfum auðvitað á alla þessa elektróník í gegnum alla þessa áratugi, við erum auðvitað búnir að fara í gegnum nokkra áratugi af þessari tónlist og hún er búin að vera svo víðförul og svo margt áhugavert frá hverjum tíma sem við höfum verið að vinna með – þannig að þetta hefur bæði verið þannig að við höfum verið að vinna með einhver fortíðarelement en líka alltaf í samhengi við það nýja sem er í gangi. Þetta er svona nýbylgja, seinni hluti áttunda áratugarins, fyrri hluti þess níunda, í samhengi við það sem er að gerast í dag,“ segir Biggi Veira en hann segir að um svipaða stefnu verði einnig að ræða á næstu plötu sem er langt komin. Biggi segir þá hafa ákveðið að sækja sér áhrif í það tímabil þegar Biggi var að vakna til lífsins gagnvart tónlist, eins og hann orðar það, og blanda því saman við aðra hluti. „Mér finnst gaman að hafa fengið að vinna að þessu í öll þessi ár og finna sig upp á nýtt fyrir hverja plötu, finna sér nýtt verkefni fyrir hverja plötu sem inniheldur alltaf eitthvað nýtt. Það getur vel verið að einhverjum finnist þetta hljóma svipað en fyrir okkur erum við að færa okkur inn í aðeins annað hugarástand á þessari plötu og þeirri næstu líka. Við erum að rannsaka elektróníkina í sjálfu sér.“Núna eruð þið bara tveir, hvernig hefur það gengið, til dæmis á tónleikum? „Ég held að þetta hafi í raun og veru bara stækkað, við erum í raun bara stærri á sviði núna. Við höfum verið að vinna með ljós og „visuals“. Þegar þetta eru bara við tveir snýst þetta svolítið um dýnamíkina á milli mín og Daníels, við erum raunar búnir að færa dýnamíkina inn í sviðið, aftur í það – athyglin var áður öll á frontinn en núna erum við búnir að setja dýpt í upplifunina og „visualarnir“ eru orðnir miklu stærri hluti af þessu.“ Aðspurður segist Biggi ekki vera með neitt neglt niður varðandi útgáfutónleika. Þeir ætla að leyfa plötunni að koma út og skoða svo með tónleika síðar. Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Rafsveitin goðsagnakennda GusGus gefur út sína tíundu breiðskífu þann 23. febrúar næstkomandi, eftir smá tafir, en platan hefur setið klár á hörðum diski síðan í sumar. Platan nefnist Lies are more flexible. Þann 9. febrúar er ætlunin að senda út endurhljóðblandanir af smáskífulagi sveitarinnar Featherlight, sem kom út fyrir stuttu, þar sem þýski plötusnúðurinn og pródúserinn Johannes Brecht verður meðal annars með remix.Þetta er ykkar tíunda plata, ekki satt? „Já, jú?… ætli það ekki. Ókei – þá er líklega verið að telja plötur sem voru gefnar út á Íslandi. Fyrsta platan, Gus Gus, það er verið að telja hana sér, en hún breyttist eiginlega í Polydistortion,“ segir Birgir Þórarinsson, Biggi Veira, óviss um hvort um sé að ræða tíundu plötuna í raun og veru, en á endanum komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta sé það, það hljómi líka betur. Biggi segist ekki ætla að fagna þessum tímamótum neitt sérstaklega enda sé hver einasta plata fagnaðarefni. Featherlight, fyrsta smáskífan, er draumkennt syntha-bað með sterkum GusGus brag, eðlilega, og það eru bara Biggi Veira og Daníel Ágúst sem koma að því lagi, og raunar allri plötunni í heild sinni.Má segja að þið séuð komnir aftur í ræturnar? „Við horfum auðvitað á alla þessa elektróník í gegnum alla þessa áratugi, við erum auðvitað búnir að fara í gegnum nokkra áratugi af þessari tónlist og hún er búin að vera svo víðförul og svo margt áhugavert frá hverjum tíma sem við höfum verið að vinna með – þannig að þetta hefur bæði verið þannig að við höfum verið að vinna með einhver fortíðarelement en líka alltaf í samhengi við það nýja sem er í gangi. Þetta er svona nýbylgja, seinni hluti áttunda áratugarins, fyrri hluti þess níunda, í samhengi við það sem er að gerast í dag,“ segir Biggi Veira en hann segir að um svipaða stefnu verði einnig að ræða á næstu plötu sem er langt komin. Biggi segir þá hafa ákveðið að sækja sér áhrif í það tímabil þegar Biggi var að vakna til lífsins gagnvart tónlist, eins og hann orðar það, og blanda því saman við aðra hluti. „Mér finnst gaman að hafa fengið að vinna að þessu í öll þessi ár og finna sig upp á nýtt fyrir hverja plötu, finna sér nýtt verkefni fyrir hverja plötu sem inniheldur alltaf eitthvað nýtt. Það getur vel verið að einhverjum finnist þetta hljóma svipað en fyrir okkur erum við að færa okkur inn í aðeins annað hugarástand á þessari plötu og þeirri næstu líka. Við erum að rannsaka elektróníkina í sjálfu sér.“Núna eruð þið bara tveir, hvernig hefur það gengið, til dæmis á tónleikum? „Ég held að þetta hafi í raun og veru bara stækkað, við erum í raun bara stærri á sviði núna. Við höfum verið að vinna með ljós og „visuals“. Þegar þetta eru bara við tveir snýst þetta svolítið um dýnamíkina á milli mín og Daníels, við erum raunar búnir að færa dýnamíkina inn í sviðið, aftur í það – athyglin var áður öll á frontinn en núna erum við búnir að setja dýpt í upplifunina og „visualarnir“ eru orðnir miklu stærri hluti af þessu.“ Aðspurður segist Biggi ekki vera með neitt neglt niður varðandi útgáfutónleika. Þeir ætla að leyfa plötunni að koma út og skoða svo með tónleika síðar.
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira