Eru alltaf að finna sig upp á nýtt Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. janúar 2018 11:00 Daníel Ágúst og Biggi Veira eru aðeins tveir á þessari nýju plötu en segjast bara vera stærri fyrir vikið. Fréttablaðið/Ernir Rafsveitin goðsagnakennda GusGus gefur út sína tíundu breiðskífu þann 23. febrúar næstkomandi, eftir smá tafir, en platan hefur setið klár á hörðum diski síðan í sumar. Platan nefnist Lies are more flexible. Þann 9. febrúar er ætlunin að senda út endurhljóðblandanir af smáskífulagi sveitarinnar Featherlight, sem kom út fyrir stuttu, þar sem þýski plötusnúðurinn og pródúserinn Johannes Brecht verður meðal annars með remix.Þetta er ykkar tíunda plata, ekki satt? „Já, jú?… ætli það ekki. Ókei – þá er líklega verið að telja plötur sem voru gefnar út á Íslandi. Fyrsta platan, Gus Gus, það er verið að telja hana sér, en hún breyttist eiginlega í Polydistortion,“ segir Birgir Þórarinsson, Biggi Veira, óviss um hvort um sé að ræða tíundu plötuna í raun og veru, en á endanum komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta sé það, það hljómi líka betur. Biggi segist ekki ætla að fagna þessum tímamótum neitt sérstaklega enda sé hver einasta plata fagnaðarefni. Featherlight, fyrsta smáskífan, er draumkennt syntha-bað með sterkum GusGus brag, eðlilega, og það eru bara Biggi Veira og Daníel Ágúst sem koma að því lagi, og raunar allri plötunni í heild sinni.Má segja að þið séuð komnir aftur í ræturnar? „Við horfum auðvitað á alla þessa elektróník í gegnum alla þessa áratugi, við erum auðvitað búnir að fara í gegnum nokkra áratugi af þessari tónlist og hún er búin að vera svo víðförul og svo margt áhugavert frá hverjum tíma sem við höfum verið að vinna með – þannig að þetta hefur bæði verið þannig að við höfum verið að vinna með einhver fortíðarelement en líka alltaf í samhengi við það nýja sem er í gangi. Þetta er svona nýbylgja, seinni hluti áttunda áratugarins, fyrri hluti þess níunda, í samhengi við það sem er að gerast í dag,“ segir Biggi Veira en hann segir að um svipaða stefnu verði einnig að ræða á næstu plötu sem er langt komin. Biggi segir þá hafa ákveðið að sækja sér áhrif í það tímabil þegar Biggi var að vakna til lífsins gagnvart tónlist, eins og hann orðar það, og blanda því saman við aðra hluti. „Mér finnst gaman að hafa fengið að vinna að þessu í öll þessi ár og finna sig upp á nýtt fyrir hverja plötu, finna sér nýtt verkefni fyrir hverja plötu sem inniheldur alltaf eitthvað nýtt. Það getur vel verið að einhverjum finnist þetta hljóma svipað en fyrir okkur erum við að færa okkur inn í aðeins annað hugarástand á þessari plötu og þeirri næstu líka. Við erum að rannsaka elektróníkina í sjálfu sér.“Núna eruð þið bara tveir, hvernig hefur það gengið, til dæmis á tónleikum? „Ég held að þetta hafi í raun og veru bara stækkað, við erum í raun bara stærri á sviði núna. Við höfum verið að vinna með ljós og „visuals“. Þegar þetta eru bara við tveir snýst þetta svolítið um dýnamíkina á milli mín og Daníels, við erum raunar búnir að færa dýnamíkina inn í sviðið, aftur í það – athyglin var áður öll á frontinn en núna erum við búnir að setja dýpt í upplifunina og „visualarnir“ eru orðnir miklu stærri hluti af þessu.“ Aðspurður segist Biggi ekki vera með neitt neglt niður varðandi útgáfutónleika. Þeir ætla að leyfa plötunni að koma út og skoða svo með tónleika síðar. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Rafsveitin goðsagnakennda GusGus gefur út sína tíundu breiðskífu þann 23. febrúar næstkomandi, eftir smá tafir, en platan hefur setið klár á hörðum diski síðan í sumar. Platan nefnist Lies are more flexible. Þann 9. febrúar er ætlunin að senda út endurhljóðblandanir af smáskífulagi sveitarinnar Featherlight, sem kom út fyrir stuttu, þar sem þýski plötusnúðurinn og pródúserinn Johannes Brecht verður meðal annars með remix.Þetta er ykkar tíunda plata, ekki satt? „Já, jú?… ætli það ekki. Ókei – þá er líklega verið að telja plötur sem voru gefnar út á Íslandi. Fyrsta platan, Gus Gus, það er verið að telja hana sér, en hún breyttist eiginlega í Polydistortion,“ segir Birgir Þórarinsson, Biggi Veira, óviss um hvort um sé að ræða tíundu plötuna í raun og veru, en á endanum komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta sé það, það hljómi líka betur. Biggi segist ekki ætla að fagna þessum tímamótum neitt sérstaklega enda sé hver einasta plata fagnaðarefni. Featherlight, fyrsta smáskífan, er draumkennt syntha-bað með sterkum GusGus brag, eðlilega, og það eru bara Biggi Veira og Daníel Ágúst sem koma að því lagi, og raunar allri plötunni í heild sinni.Má segja að þið séuð komnir aftur í ræturnar? „Við horfum auðvitað á alla þessa elektróník í gegnum alla þessa áratugi, við erum auðvitað búnir að fara í gegnum nokkra áratugi af þessari tónlist og hún er búin að vera svo víðförul og svo margt áhugavert frá hverjum tíma sem við höfum verið að vinna með – þannig að þetta hefur bæði verið þannig að við höfum verið að vinna með einhver fortíðarelement en líka alltaf í samhengi við það nýja sem er í gangi. Þetta er svona nýbylgja, seinni hluti áttunda áratugarins, fyrri hluti þess níunda, í samhengi við það sem er að gerast í dag,“ segir Biggi Veira en hann segir að um svipaða stefnu verði einnig að ræða á næstu plötu sem er langt komin. Biggi segir þá hafa ákveðið að sækja sér áhrif í það tímabil þegar Biggi var að vakna til lífsins gagnvart tónlist, eins og hann orðar það, og blanda því saman við aðra hluti. „Mér finnst gaman að hafa fengið að vinna að þessu í öll þessi ár og finna sig upp á nýtt fyrir hverja plötu, finna sér nýtt verkefni fyrir hverja plötu sem inniheldur alltaf eitthvað nýtt. Það getur vel verið að einhverjum finnist þetta hljóma svipað en fyrir okkur erum við að færa okkur inn í aðeins annað hugarástand á þessari plötu og þeirri næstu líka. Við erum að rannsaka elektróníkina í sjálfu sér.“Núna eruð þið bara tveir, hvernig hefur það gengið, til dæmis á tónleikum? „Ég held að þetta hafi í raun og veru bara stækkað, við erum í raun bara stærri á sviði núna. Við höfum verið að vinna með ljós og „visuals“. Þegar þetta eru bara við tveir snýst þetta svolítið um dýnamíkina á milli mín og Daníels, við erum raunar búnir að færa dýnamíkina inn í sviðið, aftur í það – athyglin var áður öll á frontinn en núna erum við búnir að setja dýpt í upplifunina og „visualarnir“ eru orðnir miklu stærri hluti af þessu.“ Aðspurður segist Biggi ekki vera með neitt neglt niður varðandi útgáfutónleika. Þeir ætla að leyfa plötunni að koma út og skoða svo með tónleika síðar.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira