Útilokar ekki vegatolla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 12:16 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segist ekki útiloka að koma þurfi til vegatolla í framtíðinni. vísir/ernir Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki er útilokað að teknir verði upp vegatollar í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, en hann var gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, og að lokið sé við að að tvöfalda Reykjanesbraut og Suðurlandsveg að Selfossi. Að auki er möguleg tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný brú yfir Ölfusá inni í þessum tölum. „Hér er ég ekki að nefna Sundabraut sem kostar einhverja fimmtíu milljarða plús, borgarlínuna sem menn hafa verið að tala um sem eru sjötíu til áttatíu milljarðar fyrir utan önnur mannvirki sem þarf að gera hérna á höfuðborgarsvæðinu bara í venjulegri umferð,“ segir Sigurður Ingi. Uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er gríðarleg en Vegagerðin hefur 8,3 milljarða til þeirra verkefna á þessu ári en telur að það þurfi að minnsta kosti milljarð til viðbótar. Samgönguráðherra sagði að það þurfi heildarupphæð af þessari stærðargráðu í áratug til þess að ná utan um vegakerfið svo sómi sé af.Sigurður segir að stjórnkerfið þurfi að íhuga alvarlega hvernig fjármagna eigi vegakerfið til framtíðar og útilokar ekki vegatolla í því samhengi. „Þetta verður í framtíðinni meira notendagjöld, afnotagjöld af tilteknum vegum. Einhvers konar veggjöld þar sem þú ert með einhvern kubb í bílnum og GPS og færð svo bara eins og símareikninginn í gamla daga eftir því hvaða kafla þú ert að aka og þeir eru misdýrir og svo færðu bara reikning eftir afnotum.“Á næstu tíu til fimmtán árum verður þá í auknum mæli horft til blandaðrar fjármögnunar. „Það er að segja að fara í meira mæli út í framkvæmdir eins og við gerðum með Hvalfjarðargöng. Það hefur verið regla að ef menn komast aðra leið og að þeir hafi valkost þá sé hægt að setja hluta af þessum framkvæmdum í flýtimeðferð gegn því að þær verði greiddar af notendunum.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í heild sinni. Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki er útilokað að teknir verði upp vegatollar í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, en hann var gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, og að lokið sé við að að tvöfalda Reykjanesbraut og Suðurlandsveg að Selfossi. Að auki er möguleg tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný brú yfir Ölfusá inni í þessum tölum. „Hér er ég ekki að nefna Sundabraut sem kostar einhverja fimmtíu milljarða plús, borgarlínuna sem menn hafa verið að tala um sem eru sjötíu til áttatíu milljarðar fyrir utan önnur mannvirki sem þarf að gera hérna á höfuðborgarsvæðinu bara í venjulegri umferð,“ segir Sigurður Ingi. Uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er gríðarleg en Vegagerðin hefur 8,3 milljarða til þeirra verkefna á þessu ári en telur að það þurfi að minnsta kosti milljarð til viðbótar. Samgönguráðherra sagði að það þurfi heildarupphæð af þessari stærðargráðu í áratug til þess að ná utan um vegakerfið svo sómi sé af.Sigurður segir að stjórnkerfið þurfi að íhuga alvarlega hvernig fjármagna eigi vegakerfið til framtíðar og útilokar ekki vegatolla í því samhengi. „Þetta verður í framtíðinni meira notendagjöld, afnotagjöld af tilteknum vegum. Einhvers konar veggjöld þar sem þú ert með einhvern kubb í bílnum og GPS og færð svo bara eins og símareikninginn í gamla daga eftir því hvaða kafla þú ert að aka og þeir eru misdýrir og svo færðu bara reikning eftir afnotum.“Á næstu tíu til fimmtán árum verður þá í auknum mæli horft til blandaðrar fjármögnunar. „Það er að segja að fara í meira mæli út í framkvæmdir eins og við gerðum með Hvalfjarðargöng. Það hefur verið regla að ef menn komast aðra leið og að þeir hafi valkost þá sé hægt að setja hluta af þessum framkvæmdum í flýtimeðferð gegn því að þær verði greiddar af notendunum.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í heild sinni.
Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira