Lífið

Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sumir af helstu spjallþáttastjórnendum Bandaíkjanna, ásamt Donald Trump.
Sumir af helstu spjallþáttastjórnendum Bandaíkjanna, ásamt Donald Trump.
Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli auk þess sem þau hafa verið harðlega gagnrýnd. Meðal þeirra sem hafa tekið ummælin fyrir eru þáttastjórnendur spjallþátta í Bandaríkjunum.

Trump fundaði í gær með þingmönnum um innflytjendamál og spurði forsetinn meðal annars þingmenninna af hverju allt þetta fólk frá „skítaholum“ væru að koma til Bandaríkjanna. Vísaði hann þar til fyrrgreindra ríkja. Trump sagði einnig að Bandaríkin ættu að sækjast eftir innflytjendum frá ríkjum eins og Noregi en hann fundaði í vikunni með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs.

Þáttastjórnendur helstu spjallþáttanna í Bandaríkjunum gripu ummælin á lofti og tóku þau sérstaklega fyrir í þáttum gærkvöldsins. Eru þeir flestir vanir að taka Trump fyrir í þáttunum en ef marka má innslögin hér fyrir neðan virðast þeir vart hafa trúað því að forseti Bandaríkjanna hafi sagt það sem hann sagði í þessu tilviki.

Þáttastjórnandinn Seth Meyers þurfti meðal annars að taka sér mínútu til þess að róa sig niður áður en hann hélt áfram með þáttinn.

Hér að neðan má sjá helstu þáttastjórnendur Bandaríkjanna tjá sig um Trump og ummæli hans.

Stephen Colbert sagði að minnsta kosti væri Donald Trump ekki forseti í þessum „skítaholum“

Trevor Noah var manna harðastur í gagnrýni á Trump.

Og Jimmy Kimmel lét sitt ekki eftir liggja.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×