Eldur í Hellisheiðarvirkjun Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2018 11:44 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu var sent á staðinn. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira