Fimmtugur tónlistarskóli Aron Ingi Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 11:15 Einar Bragi, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar, ásamt nokkrum nemendum sínum. Mynd/Tónlistarskóli Vesturbyggðar Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“ Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“
Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira