Ekki með regluverk til að stöðva ráðningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. janúar 2018 19:00 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í Króatíu í dag. Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur. MeToo Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur.
MeToo Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira