Ekki með regluverk til að stöðva ráðningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. janúar 2018 19:00 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í Króatíu í dag. Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur. MeToo Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur.
MeToo Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira