Drógu saman seglin eftir 57 milljóna tap Airwaves Baldur Guðmundsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Frá Airwaves 2017. vísir/Ernir „Þetta er þungur rekstur. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Samkvæmt ársreikningi IA tónlistarhátíðar ehf. fyrir árið 2016 var hátíðin þá rekin með ríflega 57 milljóna króna tapi. Grímur segir að það ár hafi aðstandendur hátíðarinnar gert ráð fyrir um 10 þúsund gestum en að 8.500 gestir hafi mætt. Í ársreikningnum kemur fram að tekjurnar hafi numið 215,5 milljónum króna samanborið við 202,2 milljónir árið áður. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.vísir/ernirSpurður um ástæður þessa svarar Grímur því til að að aukin samkeppni í innflutningi tónlistarmanna, dýrari flug og ríflega fimmtíu prósent hækkun á kostnaði við gistingu, hafi vegið þungt. Sterkt gengi krónunnar hafi haft í för með sér að dýrara varð fyrir ferðamenn að koma til landsins. Þessi rekstrarniðurstaða varð að sögn Gríms til þess að seglin voru dregin saman í fyrra. Til að ná niður kostnaði hafi færri bönd spilað 2017 auk þess sem tónlistarhúsið Harpa hafi verið tekið út sem tónleikastaður, svo dæmi séu tekin. „Við skárum niður kostnaðinn um rúmlega 80 milljónir,“ útskýrir Grímur og bætir við að niðurskurðurinn hafi orðið til þess að reksturinn í fyrra hafi verið í jafnvægi. „Það er mjög gott. Við gætum ekki rekið þetta í tómum mínus,“ segir Grímur og segir framtíð Airwaves bjarta. Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Þetta er þungur rekstur. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Samkvæmt ársreikningi IA tónlistarhátíðar ehf. fyrir árið 2016 var hátíðin þá rekin með ríflega 57 milljóna króna tapi. Grímur segir að það ár hafi aðstandendur hátíðarinnar gert ráð fyrir um 10 þúsund gestum en að 8.500 gestir hafi mætt. Í ársreikningnum kemur fram að tekjurnar hafi numið 215,5 milljónum króna samanborið við 202,2 milljónir árið áður. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.vísir/ernirSpurður um ástæður þessa svarar Grímur því til að að aukin samkeppni í innflutningi tónlistarmanna, dýrari flug og ríflega fimmtíu prósent hækkun á kostnaði við gistingu, hafi vegið þungt. Sterkt gengi krónunnar hafi haft í för með sér að dýrara varð fyrir ferðamenn að koma til landsins. Þessi rekstrarniðurstaða varð að sögn Gríms til þess að seglin voru dregin saman í fyrra. Til að ná niður kostnaði hafi færri bönd spilað 2017 auk þess sem tónlistarhúsið Harpa hafi verið tekið út sem tónleikastaður, svo dæmi séu tekin. „Við skárum niður kostnaðinn um rúmlega 80 milljónir,“ útskýrir Grímur og bætir við að niðurskurðurinn hafi orðið til þess að reksturinn í fyrra hafi verið í jafnvægi. „Það er mjög gott. Við gætum ekki rekið þetta í tómum mínus,“ segir Grímur og segir framtíð Airwaves bjarta.
Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira