Nánast með svuntuna í útkalli á Ármannsfelli Benedikt Bóas skrifar 2. janúar 2018 07:00 Um 20 björgunarsveitarmenn fóru af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið um klukkan sjö þegar flestir voru að borða áramótasteikina. „Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, en björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum á gamlárskvöld vegna fjögurra kvenna sem lentu í vandræðum efst í hlíðum Ármannsfells, norðan Þingvallavatns.Konurnar treystu sér ekki til að halda áfram þar sem mikil ísing var í hlíðum fjallsins. Ármann Ingi segir að þær hafi gert allt rétt með því að hringja áður en þær komust í meiri vandræði.Mynd/LandsbjörgKonurnar treystu sér ekki til að halda áfram niður fjallið þar sem mikil ísing var í hlíðum þess. Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn stukku af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið klukkutíma síðar. „Það þarf að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. En þetta er ákveðin lífsstíll,“ bætir hann við. Einn hópur var meira að segja enn í bækistöð Björgunarfélags Árborgar á Selfossi eftir að hafa lokið við flugeldasölu, þegar útkallið barst. „Ég kallaði út alla sýsluna því ég vissi að það yrði erfitt að manna þetta útkall,“ segir Ármann en hver sveit hefur sitt svæði og ef útkall er á því svæði er sú björgunarsveit boðuð. Vegna tímasetningarinnar var ákveðið að senda boð á allar sveitir og gátu 20 manns lagt allt sitt til hliðar til að aðstoða konurnar fjórar – sem höfðu verið í gamlársgöngu. Konurnar voru íslenskar og segir Ármann að þær hafi gert allt rétt. Þær hafi lent í vandræðum og hringt á aðstoð áður en þær færu sér að voða. „Það var engin stórhætta. En niðurgangan hefur trúlega verið neyðarleg. Þegar lögreglan hringdi, þá spurði ég hvort þetta væri ekki örugglega grín. Útkall klukkan 18 á gamlársdag. En maður býst alltaf við að kallið komi.“ Ármann segir að nóg sé búið að vera að gera hjá björgunarsveitum sýslunnar um jólahátíðina. Rútuslysið hörmulega, leit að manni á Hofsjökli og svo þetta, svo fátt eitt sé nefnt. Því sé ágætt til þess að vita að flugeldasalan hafi gengið vel. „Það sem þarf að skoða er að þetta er ekki fjáröflun sem verður til að eilífu. Það þarf að skoða hvernig þarf að fjármagna reksturinn í framtíðinni. Það eru um 50-70 útköll á ári á björgunarsveitirnar hér í Árnessýslu sem er heilmikið álag á oft litlar sveitir.“ Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og sömuleiðis björgunarsveitarfólkið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, en björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum á gamlárskvöld vegna fjögurra kvenna sem lentu í vandræðum efst í hlíðum Ármannsfells, norðan Þingvallavatns.Konurnar treystu sér ekki til að halda áfram þar sem mikil ísing var í hlíðum fjallsins. Ármann Ingi segir að þær hafi gert allt rétt með því að hringja áður en þær komust í meiri vandræði.Mynd/LandsbjörgKonurnar treystu sér ekki til að halda áfram niður fjallið þar sem mikil ísing var í hlíðum þess. Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn stukku af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið klukkutíma síðar. „Það þarf að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. En þetta er ákveðin lífsstíll,“ bætir hann við. Einn hópur var meira að segja enn í bækistöð Björgunarfélags Árborgar á Selfossi eftir að hafa lokið við flugeldasölu, þegar útkallið barst. „Ég kallaði út alla sýsluna því ég vissi að það yrði erfitt að manna þetta útkall,“ segir Ármann en hver sveit hefur sitt svæði og ef útkall er á því svæði er sú björgunarsveit boðuð. Vegna tímasetningarinnar var ákveðið að senda boð á allar sveitir og gátu 20 manns lagt allt sitt til hliðar til að aðstoða konurnar fjórar – sem höfðu verið í gamlársgöngu. Konurnar voru íslenskar og segir Ármann að þær hafi gert allt rétt. Þær hafi lent í vandræðum og hringt á aðstoð áður en þær færu sér að voða. „Það var engin stórhætta. En niðurgangan hefur trúlega verið neyðarleg. Þegar lögreglan hringdi, þá spurði ég hvort þetta væri ekki örugglega grín. Útkall klukkan 18 á gamlársdag. En maður býst alltaf við að kallið komi.“ Ármann segir að nóg sé búið að vera að gera hjá björgunarsveitum sýslunnar um jólahátíðina. Rútuslysið hörmulega, leit að manni á Hofsjökli og svo þetta, svo fátt eitt sé nefnt. Því sé ágætt til þess að vita að flugeldasalan hafi gengið vel. „Það sem þarf að skoða er að þetta er ekki fjáröflun sem verður til að eilífu. Það þarf að skoða hvernig þarf að fjármagna reksturinn í framtíðinni. Það eru um 50-70 útköll á ári á björgunarsveitirnar hér í Árnessýslu sem er heilmikið álag á oft litlar sveitir.“ Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og sömuleiðis björgunarsveitarfólkið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira