Hætt við flugelda á þrettándagleði eftir trylling á nýársnótt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. janúar 2018 09:15 Stjörnuljós verða að duga á þrettándabrennu Kjósarhrepps. vísir/anton brink „Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
„Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira