Innlent

Hús undir ferðaþjónustu við Gömlu höfnina víki fyrir nýjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gert er ráð fyrir að þau hús sem komi í stað þeirra sem fyrir eru líti svona út.
Gert er ráð fyrir að þau hús sem komi í stað þeirra sem fyrir eru líti svona út. Mynd/Yrki arkitektar
Faxaflóahafnir stefna að því núverandi hús undir ferðatengda starfsemi meðfram norðvesturhlið Ægisgarðs við Gömlu höfnina í Reykjavík víki. Í stað þeirra er gert ráð fyrir að nokkur ný einnar hæðar smáhýsi verði reist undir starfsemina, að því er fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir svæðið sem auglýst var í dag.

Þar kemur fram að núverandi hús undir starfsemina séu á óskilgreindum lóðum og byggingarreitum og að skilgreind verði breytt lóð undir nýbyggingarnar. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa smáhýsin sem verði á bilinu 25-60 fermetrar, undir söluhús í tengslum við ferðatengda þjónustu.

Nokkuð blómleg stafsemi ferðaþjónustufyrirtækja er í húsunum sem eiga að víkja, er þar helst um að ræða fyrirtæki sem selja ferðir í hvalaskoðun og aðrar útsýnisferðir.

Þá er einnig gert ráð fyrir að stærra þjónustuhús verði reist þar sem verði upplýsingaþjónusta og veitingasala fyrir gesti hafnarsvæðisins, auk þess sem að heimilt er að reisa almenningssalerni á lóðinni sem fellt verði inn í þjónustuhúsið.

Auk smáhýsanna við Gömlu höfnina er einnig gert ráð fyrir nokkrum sambærilegum smáhýsum í Vesturbugt, fyrir framan byggingalóð þar sem gert er ráð fyrir 176 íbúðum auk verslunar- og þjónustusvæðis, en búist er við að framkvæmdir þar hefjist á árinu.

Hér má sjá nokkur af þeim húsum sem gert er ráð fyrir að verði rifin.Vísir/Valli
Húsin sem gert er ráð fyrir að rísi við VesturbugtMynd/Yrki arkitektar.
Nærmynd af húsunum sem gert er ráð fyrir að rísi við Gömlu höfnina.Mynd/Yrki arkitektar.

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.