Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2018 14:30 Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma, segir Baldur um orðið epalhommi og Hildi. Vísir Baldur Þórhallsson, deildarforseti í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifar pistil á Facebooksíðu sína í tilefni þess að orðið „epalhommi“ var í vikunni útnefnt orð ársins. Baldur er afdráttarlaus í greiningu sinni: „Epalhommi! Orð ársins 2017? Stutt hugleiðing til gamans og í alvöru um val á orði ársins: Orðið Epalhommi var fyrst notað sem fúkyrði um homma af einu helsta nettrölli landsmanna. Níðið bitnaði líka á Epal sem reyni að snúa neikvæðri umfjöllun yfir í jákvæða með því að birta mynd af sex þekktum hommum í verslun sinni. Mörgum fannst fyrirtækinu hafa vel tekist til og RÚV fullyrðir að merkinu orðsins hafi verið snúið við.“Orðið til þess fallið að jaðarsetja hommaBaldur heldur áfram að fara yfir orðið, tilurð þess og merkingu: „Epalhommi er sagt merkja „samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun“ samkvæmt íslenskri nútímaorðabók á gáttinni malið.is. Allt málið hafði líka visst skemmtigildi á sínum tíma. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að orðið EPALHOMMI ýtir undir staðalímyndir um homma. HOMMAR eru auðvitað bara þeir sem hafa áhuga á VANDAÐRI hönnun. Þeir eru jaðarsettir og engin ástæða er til að taka mark á þeim! Gagnkynhneigðir karlar hafa EKKI áhuga á VANDAÐRI hönnum. Þeir eru aðal og tala skýrt og skorinort!“ Baldur telur vafasamt að helstu og virtustu stofnanir landsins (RÚV, Stofnun Árna Magnússonar og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við HÍ) standi með þessum hætti að vali á orði ársins og ýti þar með undir staðalímyndir um homma.Staðalímynd nettröllsins „Þær verðlauna fúkyrðið með því að tilkynna valið þegar menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu. Ég er viss um valið er gert í góðri trú og að þessar stofnanir hafi talið sig vera að gera gott með því að velja þetta orð sem eitt af þeim tíu orðum sem almenningur mátti velja úr og kjósa um í netkosningu á RUV.is. Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma,“ skrifar Baldur. Hann bætir því svo við til gamans og í alvöru að það hljóti að vera gagnkynhneigðir karlar sem „eru með HRÚTSKÝRINGAR en það orð var valið orð ársins árið 2016 – enda eru samkynhneigðir karlar bara að hugsa um VANDAÐA HÖNNUN. – Og hver ætli að viðbrögðin hefðu verið ef svona orð um gagnkynheigðar konur eða lesbíur hefðu orðið fyrir valinu hjá þessum ágætu stofnunum? – Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins 2017? - En auðvitað hefur maður líka bara gaman af þessu öllu saman ... en þessar hugleiðingar skutu eigi að síður upp kollinum og ég ætla bara að láta þær flakka.“Aumingja kúgaði hvíti ófatlaði epalhomminn Fram hefur komið að merkingin orðisins eins og hún hefur verið lögð upp er ekki að skapi höfundar orðsins, Hildar Lilliendahl. En upphafleg skrif hennar voru sett fram á Facebook í tengslum við umræðu sem spratt í kjölfar viðtals Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur: „Jaðarsetning á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlur og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“ Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Baldur Þórhallsson, deildarforseti í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifar pistil á Facebooksíðu sína í tilefni þess að orðið „epalhommi“ var í vikunni útnefnt orð ársins. Baldur er afdráttarlaus í greiningu sinni: „Epalhommi! Orð ársins 2017? Stutt hugleiðing til gamans og í alvöru um val á orði ársins: Orðið Epalhommi var fyrst notað sem fúkyrði um homma af einu helsta nettrölli landsmanna. Níðið bitnaði líka á Epal sem reyni að snúa neikvæðri umfjöllun yfir í jákvæða með því að birta mynd af sex þekktum hommum í verslun sinni. Mörgum fannst fyrirtækinu hafa vel tekist til og RÚV fullyrðir að merkinu orðsins hafi verið snúið við.“Orðið til þess fallið að jaðarsetja hommaBaldur heldur áfram að fara yfir orðið, tilurð þess og merkingu: „Epalhommi er sagt merkja „samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun“ samkvæmt íslenskri nútímaorðabók á gáttinni malið.is. Allt málið hafði líka visst skemmtigildi á sínum tíma. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að orðið EPALHOMMI ýtir undir staðalímyndir um homma. HOMMAR eru auðvitað bara þeir sem hafa áhuga á VANDAÐRI hönnun. Þeir eru jaðarsettir og engin ástæða er til að taka mark á þeim! Gagnkynhneigðir karlar hafa EKKI áhuga á VANDAÐRI hönnum. Þeir eru aðal og tala skýrt og skorinort!“ Baldur telur vafasamt að helstu og virtustu stofnanir landsins (RÚV, Stofnun Árna Magnússonar og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við HÍ) standi með þessum hætti að vali á orði ársins og ýti þar með undir staðalímyndir um homma.Staðalímynd nettröllsins „Þær verðlauna fúkyrðið með því að tilkynna valið þegar menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu. Ég er viss um valið er gert í góðri trú og að þessar stofnanir hafi talið sig vera að gera gott með því að velja þetta orð sem eitt af þeim tíu orðum sem almenningur mátti velja úr og kjósa um í netkosningu á RUV.is. Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma,“ skrifar Baldur. Hann bætir því svo við til gamans og í alvöru að það hljóti að vera gagnkynhneigðir karlar sem „eru með HRÚTSKÝRINGAR en það orð var valið orð ársins árið 2016 – enda eru samkynhneigðir karlar bara að hugsa um VANDAÐA HÖNNUN. – Og hver ætli að viðbrögðin hefðu verið ef svona orð um gagnkynheigðar konur eða lesbíur hefðu orðið fyrir valinu hjá þessum ágætu stofnunum? – Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins 2017? - En auðvitað hefur maður líka bara gaman af þessu öllu saman ... en þessar hugleiðingar skutu eigi að síður upp kollinum og ég ætla bara að láta þær flakka.“Aumingja kúgaði hvíti ófatlaði epalhomminn Fram hefur komið að merkingin orðisins eins og hún hefur verið lögð upp er ekki að skapi höfundar orðsins, Hildar Lilliendahl. En upphafleg skrif hennar voru sett fram á Facebook í tengslum við umræðu sem spratt í kjölfar viðtals Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur: „Jaðarsetning á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlur og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“
Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48