Framkvæmdastjóri Ikea sló í gegn á fundi bænda: Sagðist vera að moka út lambakjöti Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. janúar 2018 20:50 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. Vísir/Ernir Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira